Í okkar daglega amstri eru okkur hlutir misofarlega í huga. Stundum tökum við eftir einhverju sem vekur tilfinningar með okkur, lendum í sorglegum hlutum, förum rugluð að sofa og vitum ekki alveg hvað við eigum að hugsa. En þegar við sofnum hættir huginn ekki að starfa. Hann rúllar áfram eins og hann gerði yfir daginn, nema hvað skipstjórinn, sumsé athugula meðvitundin, er í blundi, og hásetarnir eru í partíi í einni kaétunni. Ekkert taumhald er á hugsanaflæði okkar, og tilfinningalegar...