Faðir minn fæddist og ólst upp í Þýskalandi, nálægt landamærunum við Holland, í smáu sveitaþorpi. Þar er töluð mállýska sem er kölluð Plattdeutsch (innfæddir kalla hana bara Platt), sem mætti kalla flatlendisþýsku. Norður-Þýskaland er enda svipað flatlent og Danmörk, sem stendur uppúr því. Eitthvað lærði ég af þessari mállýsku, og þegar kom að dönskukennslu í grunnskóla hjálpaði það mér nokkuð, því Platt er mikið líkara dönsku en háþýska. Síðar, þegar ég komst í tæri við hollensku, kom mér...