Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Að skapa þjóð með tungunni (6 álit)

í Tungumál fyrir 12 árum, 8 mánuðum
Faðir minn fæddist og ólst upp í Þýskalandi, nálægt landamærunum við Holland, í smáu sveitaþorpi. Þar er töluð mállýska sem er kölluð Plattdeutsch (innfæddir kalla hana bara Platt), sem mætti kalla flatlendisþýsku. Norður-Þýskaland er enda svipað flatlent og Danmörk, sem stendur uppúr því. Eitthvað lærði ég af þessari mállýsku, og þegar kom að dönskukennslu í grunnskóla hjálpaði það mér nokkuð, því Platt er mikið líkara dönsku en háþýska. Síðar, þegar ég komst í tæri við hollensku, kom mér...

Hættur í beinu lýðræði? (8 álit)

í Stjórnmál fyrir 12 árum, 8 mánuðum
Í umræðu undanfarinna ára hefur verið kallað eftir auknu lýðræði, en hugmyndir fólks um hvernig það lítur út í framkvæmd eru ærið misjafnar. Ýmist er lagt til að þingmenn fái aukið frelsi frá flokksvilja eða almenningur frá þingsvilja, og að ýmist almenningur, þingmenn eða forseti geti skotið málefnum þings til þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá hefur verið lögð til þátttaka borgararáða í gerð fjárlaga, og jafnvel lagt til að borgararáð verði til grundvallar almennrar lagasetningar, í anda...

Bréf til mótbáru: um stjórnleysi og valdkerfi (0 álit)

í Stjórnmál fyrir 12 árum, 8 mánuðum
Af tilefni nýs huga og í framhaldi af samræðum sem hafa ofist um aðra grein datt mér í hug að senda inn gamalt bréf sem ég skrifaði til vinar míns, sem var forvitinn um stjórnmálaskoðanir mínar og ósammála þeim. Svo fyllstu sanngirni sé gætt tek ég fram að ég hef breytt því smávegis til að endurspegla breyttar skoðanir. Noam Chomsky hefur fjallað um “power structures” víða og hefur þá skoðun að ef valdkerfi, ef við köllum þær það, eru til staðar, þá eigi maður að grandskoða þau, athuga hvort...

Almannavæðing (30 álit)

í Stjórnmál fyrir 12 árum, 8 mánuðum
Ríkisrekstur er prýðilegt dæmi um sjálfheldu. Þegar hið opinbera hefur tekið að sér rekstur stofnunar á borð við banka eða fjölmiðil eru fáir tilbúnir að færa reksturinn aftur frá ríkinu, þrátt fyrir þá spillingu sem fylgir ríkisrekstri. Almenningur vantreystir einkavæðingu af sömu ástæðu og tilefni væri til hennar: vegna spillingar. Þar sem uggur gagnvart einokun einkaaðila er meiri en gagnvart einokun ríkisins er meiri ótti við spillta einkavæðingu en spillingu í opinberri stofnun. Eftir...

Orðaleikir (7 álit)

í Tungumál fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Ég elska tungumál. Samt er ég ekki endilega mælskur - ég forðast orðafár, er frekar orðafár. Innihaldslaust þvaður gert til þess eins að veita hátalaranum unað eigin raddar er rispa á geisladisk lífs míns. En áferðarfagrar setningar og lipur tilsvör, merkingarþrungið margrætt muldur og snarpir orðaleikir eru mitt menningarlega manna. Fyrr í dag tók ég kartöflusekk frá síðasta hausti úr geymslu til að fjarlægja af kartöflunum spírurnar. Pokarnir voru ofnir saman af spírum og kartöflurnar...

Óeirðir í London (12 álit)

í Stjórnmál fyrir 13 árum, 5 mánuðum
(Þessi grein er með myndum á manntal.wordpress.com.) Í London geysa nú óeirðir. Ungt fólk veitist að lögreglu, brýst í hús, kveikir í þeim sem og bílum og rænir úr verslunum. Lögreglan má hafa sig alla við að stemma stigu við þessu og hefur kallað til liðsstyrk úr nærliggjandi þéttbýli. Fréttamaður BBC velti í beinni útsendingu vöngum yfir staðsetningu óeirðanna, sem ná nú vítt og breitt um London. Hann tautaði fyrir sér hvernig það gæti verið að jafnvel í ríkum hverfum (Ealing, ef mig...

Blööörgh (4 álit)

í Tilveran fyrir 13 árum, 6 mánuðum
Sólin skín á augnlokin mín. Hvað er klukkan? ÞRJÚ?! WTF… farið mitt er pottþétt farið. Hehe. Farið farið. Af hverju er samt ekkert í gangi? Enginn á Arnarhóli, enginn á Lækjartorgi. Ég er nývaknaður - vaknaði í strætóskýlinu við Lækjartorg og labbaði upp að strætóskýlinu við Arnarhól í Hverfisgötu í glampandi, glimrandi sólskini. Í gær keypti ég lítra af vodka í fríhöfn í útlöndum fyrir pínku pons af pening. Fullkomlega óútsofinn fór ég í partí þar sem við helltum því í einhverja skál ásamt...

Markager (2 álit)

í Tungumál fyrir 13 árum, 6 mánuðum
Nú er nýlokið handboltaleik íslenska og austurríska landsliðsins í þeirri íþrótt, sjónvarpað af Rúv. Leiklýsendur liggja undir miklu álagi að miðla til okkar einhverju gagnlegu, sérstaklega þar sem maður sér flest sem þeir geta sagt frá á skjánum. Það þarf því ekki að koma á óvart að undarlegt orðalag einkenni lýsinguna, þar sem í fumi er gripið til orða og þeim útvarpað áður en kastljósk skoðun hefur farið fram á þeim. Þetta er allt skiljanlegt og auðfyrirgefið. En þegar leiklýsandinn segir...

Þriðji handleggurinn (2 álit)

í Heimspeki fyrir 13 árum, 9 mánuðum
Þróun lífs á jörðinni hefur leitt af sér ótrúlega fjölbreyttar lausnir við vandamálunum sem það kljáist við. Maður þarf ekki að horfa á marga náttúrulífsþætti til að sjá að mannlegt ímyndunarafl á ekki séns í margmilljarða ára handahóf á yfirborði heillar plánetu. Eitt af þessum apparötum er heilinn, sem fyrirfinnst í flestum fjölfruma órótbundnum lífverum. Það er af góðri ástæðu - heilinn er í sinni einföldustu mynd rásaborð sem gefur til kynna hvert og hvernig er skynsamlegast að hreyfa...

Hátíðarmálþing (1 álit)

í Stjórnmál fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Ég skrapp á hátíðarmálþing Orator, nemendafélags lögfræðinga í Háskóla Íslands, í dag. Það var að vísu ekki síst vegna loforðs um fríar veitingar að því loknu sem ég lét sjá mig, en umræðuefnið lofaði góðu: Staða lögfræðinnar í samfélaginu. Ekki var frummælendalistinn verri, en hann skipuðu umboðsmaður Alþingis, formaður lögmannafélagsins og aðstoðarmaður innanríkisráðherra. Reyndar kom á daginn að síðastnefnd, Halla Gunnarsdóttir, hafði sérstaklega fengið boðið fyrir að vera kona, en það...

Skammtafræðileg athugun (6 álit)

í Vísindi fyrir 13 árum, 12 mánuðum
Fátt er vandlegar misskilið í nútímaeðlisfræði en hlutverk athugandans, og er þó af nógu að taka. Allar eindir sem við vitum fyrir víst að heimurinn er samsettur úr hafa ekki fastákvarðaða eiginleika eins og staðsetningu, spuna, ferð og þess háttar, heldur líkindadreifingu á þeim. Svipað því hvernig við vitum ekki hve heitt sundlaugarvatnið er fyrr en við stingum tá ofan í það þarf að athuga, mæla, hvernig þessir eiginleikar eru nákvæmlega. En ólíkt sundlaugarvatninu eru eindirnar ekki með...

Entropie und Zeit (3 álit)

í Tungumál fyrir 14 árum
Ég pikkaði saman grein á þýsku fyrir annað tilefni, en hún er eflaust skemmtiefni fyrir sammengi vísinda- og heimspekisinnaðra huga og þýskunema. Ef einhver orð eða frasar vefjast fyrir ykkur bendi ég á hina stórgóðu orðabók dict.cc. Ég firri mig allri ábyrgð af skaða sem gæti valdist vegna rangt staðsettra komma og skorts á hástöfum. Leise aber unaufhaltsam treibt sie vor, und hinterlässt eine unwiederbringliche Welt: Zeit. Ihre Beschreibung ist schon siet Jahrhunderten ein Rätzel....

Hjálp! Það er tvívítt tímaviðsnúið svarthol í vaskinum mínum! (3 álit)

í Vísindi fyrir 14 árum
Ég fer heldur frjálslega með sögu mannkyns í þessari færslu, þvert á boðskap hennar. Frá örófi alda hefur mannkyn búið til skýringar á öllum þeim fyrirbærum sem fyrir augu þess bera. Sumar heppnuðust vel og aðrar illa, sumar eru heillandi og sumar torræðar. Tilgangur þeirra hefur verið af ýmsum toga, og ekki alltaf samfélaginu til framdráttar. Það sem þær eiga allar sameiginlegt er að vera líkön, kerfisbundin skýring á einhverju fyrirbæri. Líkön eru nátengd því hvernig hugur okkar virkar,...

Tími (24 álit)

í Vísindi fyrir 14 árum, 2 mánuðum
Þessi grein er frekar ætluð sem hugvekja en sem einhver áreiðanleg heimild eða djúp pæling. Ég er sjálfur ekkert búinn að átta mig á tíma, frekar en nokkur annar, svo ég vonast til að heyra einhverjar hugmyndir um hvernig í fjáranum hann virkar. Tíminn er hugtak sem er einfaldast þegar maður pælir sem minnst í því. Að átta sig á því er eins og að toga teppi undan sjálfum sér. Orð eins og “breyting”, “á undan” og “stundum” eru öll tímaháð, og það gerir skýringu á tíma frekar snúna, því...

Ímyndun (19 álit)

í Heimspeki fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Hvað meinum við með að “skilja” hluti? Af hverju fatta sumir en aðrir ekki? Þegar við erum nýfædd smábörn höfum við bara meðfædda tjáningarmáta; hlátur, grátur og svipbrigði. En við höfum líka minni sem tengir reynslu frá tveimur eða fleiri skynfærum í einu. Það leyfir okkur að tengja eld við sársauka, bragð við mat og hljóð við hluti. Það síðasta er náttúrulega grundvöllurinn fyrir talmál, og upp frá vissum aldri vex orðaforði barna gífurlega hratt. Það er vel skiljanlegt þegar maður...

Öðru-eins dýptir (7 álit)

í Tilveran fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Ég prófaði að pota í hausinn á mér með spurningunni “Hvernig er hægt að vera öðruvísi þegar allir eru mismunandi?” og þetta lak út. Það virðist einkenna manneskjur að því betur sem maður kynnist þeim, því einstakari verða þær. Það sama gildir líka um dýr, bækur, hjólastóla og grjótstykki. Það er orsök og forsenda persónulegra tengsla við hluti, dýr og persónur að þau virðast öðlast dýptir við nánari athugun, þegar þær voru augljóslega til staðar áður. Þær eru uppgötvaðar með því að potast...

Ský (2 álit)

í Vísindi fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Mér datt í hug að skrifa smá samantekt hérna á hlutum sem flestir hafa pælt í en ekki nennt að rannsaka - hvernig ský myndast, af hverju þau líta út fyrir að liggja á fleti, af hverju rignir bara stundum og fleira í þeim dúr. Til að skilja ekki eftir pirrandi eyður í þekkingu fer ég fyrst yfir nokkra hluti sem fyrst gætu virst heldur ótengdir, en ég reyni að koma mér að efninu fljótt og skýrt. Hlutþrýstingur vatns Sumir varhugaverðir kennarar eiga það til að segja að loft verði “mettað” af...

Kenning Julian Jaynes með tilliti til mið-amerískra frumbyggja (18 álit)

í Vísindi fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Kenning Julian Jaynes um geðklofa menningarheim fornaldar, birt í The origin of consciousness in the breakdown of the bicameral mind, setur fram róttækar kenningar um og afar óhefðbundnar skýringar á hugarheimi, trúarbrögðum og stéttakerfi mannkyns áður fyrr. Í bók hans er rakin saga fjölmargra þjóða og víðtæk rök færð fyrir kenningunni, sem ná til líffræða, sálfræða, sagnfræða, trúarbragðafræða og stjórnmálasögu. Að gefnum víðtækum fullyrðingum kenningarinnar, er hægt að finna votta hennar...

Iðnbyltingin (26 álit)

í Sagnfræði fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Iðnbyltingin var tímabil, sem hófst síðla á 18. öld í Bretlandi, og hafði í för með sér gríðarlega fólksfjölgun og nýjungar í landbúnaði, sem lögðu grunninnað aukinni framleiðslu, bæði með auknu vinnuafli og stærri markaði fyrir afurðirnar. Bylting varð í framleiðsluháttum í vefnaðariðnaði, einkum með tilkomu gufuvélarinnar og straumur fólks úr sveitum til borganna (þéttbýlisþróun) þýddi að það myndaðist gnægð vinnuafls, sem lagði grunninn að iðnborga nítjándu aldar. Með stækkandi mörkuðum,...

Gos í Fimmvörðuhálsi (2 álit)

í Vísindi fyrir 14 árum, 9 mánuðum
Rétt fyrir miðnætti aðfaranótt sunnudagsins 21. mars rofnaði jörð í Fimmvörðuhálsi milli Eyjafjalla- og Mýrdalsjökuls. Tíðir smáskjálftar höfðu verið fyrir miðju Eyjafjallajökuls, flestir á um sjö kílómetra dýpi, sem gaf til kynna tilfærslu kviku þar. Einnig mátti með GPS mælingum sjá að yfirborð jökulsins hafði hækkað og færst vegna þessara kvikuinnskota. Dagana áður hafði stöku alda skjálftavirkni teygt sig út frá miðju jökulsins, og laugardagskvöldið 20. mars varð vart við skjálfta á öllu...

Svefn og draumar - Hólfaskipting hugsunar (4 álit)

í Vísindi fyrir 15 árum, 1 mánuði
Mannfólk ver þriðjungi ævi sinnar sofandi. (Britannica, 2008) Það má því ljóst þykja að svefn gegnir mikilvægu hlutverki í verkan líkamans. Að því gefnu að slaka má á og endurnæra líkamann án þess að gefa eftir heilastarfsemi má gera ráð fyrir að innan heilans eigi sér við svefn einhver vinna stað, á meðan á honum stendur. En er svefn einfalt af/á ástand? Hvernig virkar svefn, og hverju áorkar hann? Mósaíkmynstur svefns Nýlegar rannsóknir benda til þess að svefn og vaka séu ekki alls...

Sláturhús fimm - Kurt Vonnegut (9 álit)

í Bækur fyrir 15 árum, 4 mánuðum
Ég las enska vasakilju Slaughterhouse-Five fyrir skömmu, og gef hér álit mitt á henni. Bókin er tegund vísindaskáldsögu þar sem vísindaskáldskapurinn sest í aftursætið fyrir andstríðsreksturs- en þó aðallega heimspekiboðskapi bókarinnar. Aðalhetjan, Billy Pilgrim, fer á táningsaldri á stríðsvöll seinni heimsstyrjaldarinnar fyrir hönd Bandaríkjanna. Þar er Billy tekinn til fanga af Þjóðverjum og er loks fluttur ásamt félögum sínum til Dresden, þar sem þeir dúsa sem fangar í Sláturhúsi fimm....

Hvernig framleiðir fruman prótín? Skýring á DNA&RNA (8 álit)

í Vísindi fyrir 15 árum, 6 mánuðum
Sameindaerfðafræði hefur fleygt fram síðustu áratugi, allar götur síðan Watson&Crick uppgötvuðu uppbyggingu DNA árið 1953. Mikill iðnaður er byggður á þeim vísindum, t.d. Íslensk Erfðagreining og heill hellingur líftæknifyrirtækja sem leita lausna við krabbameinum og erfðasjúkdómum, ásamt mörgu öðru. Til að vekja áhuga á viðfangsefninu hyggst ég skýra grundvallaratriði erfðaefnisins, hvernig leiðin liggur frá DNA-keðjunni til prótínanna sem við erum gerð úr. Ég tipla aðeins á stórvægustu...

Kenning um undirmeðvitundina (9 álit)

í Vísindi fyrir 15 árum, 6 mánuðum
Undanfarna mánuði hef ég velt fyrir mér hvernig heilinn getur framkallað þá veröld sem við skynjum, hvernig ég (hvað sem það nú er) bý til þennan heim í huganum á mér úr boðum sem berast frá þessum tugum skynfæra líkamans. Því hefur verið haldið fram að meðvitund sé sá staður þar sem öll boðin koma saman. Ég hef svipaða skoðun á málum. Eftirfarandi hugmyndum ber hvorki að taka sem staðreyndum né sem einhverju svo merkilegu að flestir hefðu ekki getað fattað það með stundarkornspælingu. Ég...

Um sveigju rúmtímans (54 álit)

í Geimvísindi fyrir 16 árum
Fyrir tæplega tveimur árum var í sýnilegri örvinglun skrifuð grein hér á áhugamálinu um sveigju rúmtímans. Efa var lýst um geðrænt heilbrigði vísindamanna að trúa slíku bulli. Ég hyggst ráða hér bót á máli og skýra eins einfaldlega og ég get hvernig slík sveigja virkar, hvers vegna okkur finnst hún illskiljanleg og síðast en ekki síst hvað hún felur í sér. Massi sveigir rúmtíma Þetta er grundvallaratriðið (id est teh shizzle) sem Einstein lýsti í almennu afstæðiskenningunni sinni, líklega...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok