Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Þið sem kusuð

í Tilveran fyrir 12 árum, 2 mánuðum
Einu yfirveguðu afstöðurnar sem ég hafði voru gegn þjóðkirkju og með breytingum. En það er nú bara grallarinn ég. Þegar ég verð nógu gamall til að passa í jakkaföt mun sjálfsagt renna upp fyrir mér hvað stöðnun er frábær.

Re: Íslensk stjórnvöld fordæma Rússa fyrir að fara illa með mótmælendur

í Tilveran fyrir 12 árum, 4 mánuðum
Já, teppinu var aldeilis rykkt undan mótmælendunum með þessum dómi. Maður hefði í smá stund haldið að Rússland væri klassískt réttarríki.

Re: Vandamálið með innflytjendur af ei-hvítum uppruna

í Tilveran fyrir 12 árum, 4 mánuðum
http://en.wikipedia.org/wiki/Redlining Bætt við fyrir 12 árum, 4 mánuðum:http://en.wikipedia.org/wiki/Racial_segregation#United_States_2

Re: Má drepa fólk á netinu?

í Deiglan fyrir 12 árum, 4 mánuðum
http://www.nytimes.com/2012/07/30/us/drone-pilots-waiting-for-a-kill-shot-7000-miles-away.html?pagewanted=all A drone pilot and his partner, a sensor operator who manipulates the aircraft’s camera, observe the habits of a militant as he plays with his children, talks to his wife and visits his neighbors. They then try to time their strike when, for example, his family is out at the market. Bætt við fyrir 12 árum, 4 mánuðum: A Day Job Waiting for a Kill Shot a World Away Heather Ainsworth for...

Re: Vandamálið með innflytjendur af ei-hvítum uppruna

í Tilveran fyrir 12 árum, 4 mánuðum
Ég myndi ekki gera ráð fyrir að þeir fái jafna þjónustu á við hvíta í augnablikinu. En fyrir mitt leyti er lausn allra vandamála að hætta að hafa vit fyrir öðrum, sér í lagi gegnum ríkið, sem er augljóslega stærsti partur kerfisins sem ég minnist á.

Re: Vandamálið með innflytjendur af ei-hvítum uppruna

í Tilveran fyrir 12 árum, 4 mánuðum
Þetta er bara samantekt á fyrri punktum: að það sé auðvelt fyrir fólk sem hefur það gott að segja fólki sem þarf að velja milli lélegra kosta að það velji illa. Sérstaklega þegar þessir kostir eru heldur þvingaðir, í ljósi þess að kerfið er sniðið af ríkum hvítum körlum fyrir ríka hvíta karla.

Re: Vandamálið með innflytjendur af ei-hvítum uppruna

í Tilveran fyrir 12 árum, 4 mánuðum
Já, eins gott að gáfaða hvíta fólkið standi ekki frammi fyrir þessum valkosti; að velja milli þess að þurfa að mennta sig upp á nýtt, því skólakerfið í hverfinu sem maður ólst upp í er í grút, með því að yfirgefa fjölskyldu, vini og samfélag, eða vera útskúfað efnahagslega því kerfið vill ekki tileinka sér nýja siði og menningu. Því annars myndi einhverjum velferðarkrúttum á Íslandi detta í hug, af ótrúlegri kaldhæðni, að láta eins og þau væru heimsk og þröngsýn.

Re: Vandamálið með innflytjendur af ei-hvítum uppruna

í Tilveran fyrir 12 árum, 4 mánuðum
Vilja það sjálfir? Á hverju byggirðu það?

Re: Myrki Riddarinn Rís, og það ekkert smá

í Kvikmyndir fyrir 12 árum, 4 mánuðum
Mig hefur dreymt að ég sé þyngdarlaus án þess að vera í frjálsu falli, mig grunar að þetta séu fylgnar en ekki alfylgnar breytur.

Re: Vandamálið með innflytjendur af ei-hvítum uppruna

í Tilveran fyrir 12 árum, 4 mánuðum
Þeir eru ekki lausir við félagsleg vandamál þótt þeir séu saman í gettóum. Fólk sem varð jafnrétthátt hvítum fyrir tæpri kynslóð síðan og var þrælastétt áður á eðlilega í smá vandræðum með að fóta sig efnahagslega, þótt það hafi hvert annað.

Re: Myrki Riddarinn Rís, og það ekkert smá

í Kvikmyndir fyrir 12 árum, 4 mánuðum
Er gefið að þyngdarleysi grípi til allra neðri laga, en ekki bara þess fyrsta eða sumra? Mig hefur dreymt hluti sem áttu upptök sín í áreiti sem ég varð fyrir þá stundina, en auðvitað ekki alltaf.

Re: Vandamálið með innflytjendur af ei-hvítum uppruna

í Tilveran fyrir 12 árum, 4 mánuðum
Pælingin hérna megin borðsins er að hópar fólks sem hafa verið kúgaðir öldum saman og jafnvel álitnir undirmannlegir eigi eðlilega erfitt uppdráttar í menntakerfi sniðnu að þörfum takmarkaðs geira samfélagsins, nefnilega þeim sem hefur verið við völd síðustu tvöþúsund árin.

Re: Vandamálið með innflytjendur af ei-hvítum uppruna

í Tilveran fyrir 12 árum, 4 mánuðum
"Öll ríki hafa fallið..." bendir á veilu í þinni alhæfingu og útskýrir hana. Um áhrif skóla á námsárangur: http://www.economics.harvard.edu/faculty/fryer/files/hcz%204.15.2009.pdf Hvernig stereótýpur á borð við þær sem þú viðheldur hér hafa neikvæð áhrif á hugarfarslega getu þeirra sem fyrir þeim verða: http://news.stanford.edu/pr/95/950816Arc5120.html

Re: Vandamálið með innflytjendur af ei-hvítum uppruna

í Tilveran fyrir 12 árum, 5 mánuðum
http://blogs.iq.harvard.edu/sss/ci700332kn00001.gif Bætt við fyrir 12 árum, 5 mánuðum:Til að svara í stuttu máli upphaflegu færslunni: Innflytjendur eru í fyrsta lagi gagnlegir fyrir þjóðir sem hafa sífærri ungmenni og sístækkandi hóp eldri borgara, fyrir utan að það er þeirra réttur að ferðast um heiminn eins og hver annar. Landamæri eru óþolandi réttindaskerðing. Öll ríki hafa fallið, ekki bara þau sem höfðu fjölmenningarstefnu. Því stærri sem þau verða, því óstöðugri, vegna erfiðleikanna...

Re: Má drepa fólk á netinu?

í Deiglan fyrir 12 árum, 5 mánuðum
Ég hélt að þessi grein væri um mennina sem fjarstýra bandarísku Predator flugvélunum.

Re: Myrki Riddarinn Rís, og það ekkert smá

í Kvikmyndir fyrir 12 árum, 5 mánuðum
Engar sérstakar tilfinningar. Mér fannst hún held ég góð þá en man lítið eftir henni núna.

Re: Myrki Riddarinn Rís, og það ekkert smá

í Kvikmyndir fyrir 12 árum, 5 mánuðum
Mér fannst þessi mynd óþolandi. Annað hvort var Leðurblökumaðurinn viljandi þversagnakenndur eða handritshöfundarnir með frekar einfeldingslega heimsmynd. Leðurblökumaðurinn segir nefnilega í þessari mynd, sem áður, að nafnleysi hans eigi að vera almenningi innblástur. Að hver sem er gæti verið hann. Ef mig misminnir ekki minnist Robin líka á að Leðurblökumaðurinn vilji hafa traust á almenningi. En hvað gerist svo þegar bylting er framkvæmd eftir gamla mynstrinu - valdarán, ógnarstjórn,...

Re: Afhverju að spila Monopoly

í Stjórnmál fyrir 12 árum, 5 mánuðum
Fyrsti frjálshyggjumaðurinn til að koma hingað inn og benda á að viðskipti séu ekki "zero-sum game" fær klapp á bakið.

Re: Nauðgun?!

í Tilveran fyrir 12 árum, 6 mánuðum
Þú mislast svarið mitt frekar alvarlega og hefur greinilega ekki athugað tengilinn sem var í því.

Re: Nauðgun?!

í Tilveran fyrir 12 árum, 6 mánuðum
Það að hlutur gerist tíðar við ákveðnar aðstæður er ekki réttlæting á honum. Í tilfelli nauðgana í fangelsum er svo hægt að gera margt annað en að yppa öxlum. Til dæmis má fækka fangelsunum eða einfalda flótta frá tilraunum til nauðgunar innan þeirra. Og jú, vandamálið er vissulega fangelsin. Druslugangan er íslenskt fyrirbæri, þetta væri þó vissulega göngu vert, ef ekki beinna aðgerða. Ástæðan fyrir því að fólk finnur sig ekki jafn knúið til að hjálpa þessum mönnum er þó mögulega því samúð...

Re: Nauðgun?!

í Tilveran fyrir 12 árum, 6 mánuðum
Meirihluti fórnarlamba nauðgana í Bandaríkjunum. Þú þarft að erfa það við samfélagið þar, en þessi karlkyns fórnarlömb eru nánast öll í fangelsum. Þegar margir karlar eru lokaðir inni saman virðist það leiða til samkynhneigðs kynlífs, eins og þú getur líka lesið um í Í reiðuleysi í París og London. Þetta á sennilega við um fleiri dýr en menn. Stuðningur við þessi fórnarlömb væri fyrst og fremst að koma í veg fyrir að þau verði til og hætta að loka karla ósjálfviljuga saman.

Re: Sölu heimasíður

í Tilveran fyrir 12 árum, 6 mánuðum
Smáauglýsingasíður dagblaðanna.

Re: Double standard.

í Tilveran fyrir 12 árum, 6 mánuðum
Margar konur sem ég þekki verða bara pirraðar ef maður hleypir þeim sérstaklega fyrst.

Re: Nauðgun?!

í Tilveran fyrir 12 árum, 6 mánuðum
En mest til af hendi karla, sem ættu því enn sem áður að hætta að nauðga.

Re: Nauðgun?!

í Tilveran fyrir 12 árum, 6 mánuðum
Já, það hefur verið talað um að færri tilkynningar um nauganir í fangelsum berist en annars konar nauðgunum. Þær eru þó langoftast karl-á-karl.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok