Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Sagan af Helberti bull og berjunum (0 álit)

í Smásögur fyrir 12 árum, 4 mánuðum
Ég heiti Helbert og er kallaður Helbert bull. Ég borða helber bláber í morgunmat og afber einber sólber í einhver mál en aldrei skál. Ég ber mig vel (og ber). Þó fer ég sjaldan í berjamó, enda fastur prestur á Hesteyri, og sannast þar að enginn verður sólbarinn biskup. Því kaupi ég berin með kirkjustyrkjum og sóknarbörnin standa undir nafni á engjunum, engjast um og berja. Þau bera kálfana og hafa skýlaust gaman en annars er blautbolakeppni þar sem kálfarnir stangast á við naut mín og ég...

Get ég bara drepið mig? (4 álit)

í Tilveran fyrir 12 árum, 5 mánuðum
Fyrir nokkru átti sér hér stað umræða um hvort væri verra; að vera nauðgað eða að vera drepinn. Meðal röksemda fyrir að morð væri verra var sú að með nauðgun er fórnarlambinu leyft að velja hvort það vilji drepa sig. Þetta sýnist mér vera mesta bull og vitleysa. Dulin forsenda þeirrar röksemdar er að við getum auðveldlega tekið ákvarðanir sem hámarka eigin farsæld. Hún er augljóslega röng, og það hrapallega. Ekki nóg með að við vitum oft ekki hvað hámarkar eigin hamingju, heldur eigum við...

Víðsýna af Skólavörðuholti (7 álit)

í Ljósmyndun fyrir 12 árum, 6 mánuðum
Panorama, dregið af grísku fyrir "allt" og "sjón", er gamalt hobbý ljósmyndara. Hér má til dæmis sjá víðsýnu af Beirút undir lok nítjándu aldar. Fræðilega mætti sennilega, með haganlega upp settum speglum og linsum, ná 360° sjónarhorni í einni töku. Það væri þó talsvert basl. Yfirleitt eru margar myndir teknar og þær klipptar saman, eins og myndin af Beirút, myndirnar í Google Street View, sem og þessi hér. Hún er tekin út um norðvesturhlið Hallgrímskirkju á góðviðrisdegi í febrúar. Fleiri...

Poisson dreifing (1 álit)

í Vísindi fyrir 12 árum, 6 mánuðum
Siméon Denis Poisson var einstaklega afkastamikill vísindamaður. Lagrange og Laplace voru leiðbeinendur hans og vinir, og hann tók við prófessorsstöðu Fourier þegar hún losnaði árið 1806. Tuttugu og einu ári síðar gaf hann út bók um líkindareikning er varðaði dómsmál. Þar kom fram dreifing sem nefnd er eftir honum: Poisson dreifingin. Hún lýsir líkunum á að fjöldi atburða á gefnu tímabili sé N, þegar tíminn að næsta atburði er óháður atburðunum á undan. Þekki maður meðaltíðnina, þá getur...

Að skapa þjóð með tungunni (6 álit)

í Tungumál fyrir 12 árum, 7 mánuðum
Faðir minn fæddist og ólst upp í Þýskalandi, nálægt landamærunum við Holland, í smáu sveitaþorpi. Þar er töluð mállýska sem er kölluð Plattdeutsch (innfæddir kalla hana bara Platt), sem mætti kalla flatlendisþýsku. Norður-Þýskaland er enda svipað flatlent og Danmörk, sem stendur uppúr því. Eitthvað lærði ég af þessari mállýsku, og þegar kom að dönskukennslu í grunnskóla hjálpaði það mér nokkuð, því Platt er mikið líkara dönsku en háþýska. Síðar, þegar ég komst í tæri við hollensku, kom mér...

Hættur í beinu lýðræði? (8 álit)

í Stjórnmál fyrir 12 árum, 7 mánuðum
Í umræðu undanfarinna ára hefur verið kallað eftir auknu lýðræði, en hugmyndir fólks um hvernig það lítur út í framkvæmd eru ærið misjafnar. Ýmist er lagt til að þingmenn fái aukið frelsi frá flokksvilja eða almenningur frá þingsvilja, og að ýmist almenningur, þingmenn eða forseti geti skotið málefnum þings til þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá hefur verið lögð til þátttaka borgararáða í gerð fjárlaga, og jafnvel lagt til að borgararáð verði til grundvallar almennrar lagasetningar, í anda...

Hvað er fullt, hávært og keyrir mann í vísindaferðir? (0 álit)

í Húmor fyrir 12 árum, 7 mánuðum
Drykkjurútur.

Bréf til mótbáru: um stjórnleysi og valdkerfi (0 álit)

í Stjórnmál fyrir 12 árum, 7 mánuðum
Af tilefni nýs huga og í framhaldi af samræðum sem hafa ofist um aðra grein datt mér í hug að senda inn gamalt bréf sem ég skrifaði til vinar míns, sem var forvitinn um stjórnmálaskoðanir mínar og ósammála þeim. Svo fyllstu sanngirni sé gætt tek ég fram að ég hef breytt því smávegis til að endurspegla breyttar skoðanir. Noam Chomsky hefur fjallað um “power structures” víða og hefur þá skoðun að ef valdkerfi, ef við köllum þær það, eru til staðar, þá eigi maður að grandskoða þau, athuga hvort...

Almannavæðing (30 álit)

í Stjórnmál fyrir 12 árum, 7 mánuðum
Ríkisrekstur er prýðilegt dæmi um sjálfheldu. Þegar hið opinbera hefur tekið að sér rekstur stofnunar á borð við banka eða fjölmiðil eru fáir tilbúnir að færa reksturinn aftur frá ríkinu, þrátt fyrir þá spillingu sem fylgir ríkisrekstri. Almenningur vantreystir einkavæðingu af sömu ástæðu og tilefni væri til hennar: vegna spillingar. Þar sem uggur gagnvart einokun einkaaðila er meiri en gagnvart einokun ríkisins er meiri ótti við spillta einkavæðingu en spillingu í opinberri stofnun. Eftir...

Glósur í þrívídd (8 álit)

í Skóli fyrir 12 árum, 10 mánuðum
Já, þú last rétt. http://forrit.algleymi.com/ Bætt við 11. janúar 2012 - 01:55 Myndaalbúm af hversdagslegri notkun forritsins: http://imgur.com/a/2RTlJ

Orðaleikir (7 álit)

í Tungumál fyrir 13 árum, 3 mánuðum
Ég elska tungumál. Samt er ég ekki endilega mælskur - ég forðast orðafár, er frekar orðafár. Innihaldslaust þvaður gert til þess eins að veita hátalaranum unað eigin raddar er rispa á geisladisk lífs míns. En áferðarfagrar setningar og lipur tilsvör, merkingarþrungið margrætt muldur og snarpir orðaleikir eru mitt menningarlega manna. Fyrr í dag tók ég kartöflusekk frá síðasta hausti úr geymslu til að fjarlægja af kartöflunum spírurnar. Pokarnir voru ofnir saman af spírum og kartöflurnar...

Óeirðir í London (12 álit)

í Stjórnmál fyrir 13 árum, 3 mánuðum
(Þessi grein er með myndum á manntal.wordpress.com.) Í London geysa nú óeirðir. Ungt fólk veitist að lögreglu, brýst í hús, kveikir í þeim sem og bílum og rænir úr verslunum. Lögreglan má hafa sig alla við að stemma stigu við þessu og hefur kallað til liðsstyrk úr nærliggjandi þéttbýli. Fréttamaður BBC velti í beinni útsendingu vöngum yfir staðsetningu óeirðanna, sem ná nú vítt og breitt um London. Hann tautaði fyrir sér hvernig það gæti verið að jafnvel í ríkum hverfum (Ealing, ef mig...

Tú-ríd (1 álit)

í Bækur fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Bækur sem ég hef á to-read listanum. Sjö voru mér gefnar, átta fann ég í gömlum hillum, sjö keypti ég notaðar, sex keypti ég nýjar, efst til vinstri er tímarit um tíma (tíma-rit), eina bók fékk ég gefins hjá Þjóðarbókhlöðunni og brúna gumsið neðarlega til vinstri er Sony Reader PRS-505, sem ég nota þessa dagana til að lesa A Portrait of the Artist as a Young Man. Liggjandi bækurnar les ég einmitt núna, þær sem standa uppréttar eru sumsé túríd listinn. Svo ekki sé minnst á um hundrað og...

Blööörgh (4 álit)

í Tilveran fyrir 13 árum, 5 mánuðum
Sólin skín á augnlokin mín. Hvað er klukkan? ÞRJÚ?! WTF… farið mitt er pottþétt farið. Hehe. Farið farið. Af hverju er samt ekkert í gangi? Enginn á Arnarhóli, enginn á Lækjartorgi. Ég er nývaknaður - vaknaði í strætóskýlinu við Lækjartorg og labbaði upp að strætóskýlinu við Arnarhól í Hverfisgötu í glampandi, glimrandi sólskini. Í gær keypti ég lítra af vodka í fríhöfn í útlöndum fyrir pínku pons af pening. Fullkomlega óútsofinn fór ég í partí þar sem við helltum því í einhverja skál ásamt...

Markager (2 álit)

í Tungumál fyrir 13 árum, 5 mánuðum
Nú er nýlokið handboltaleik íslenska og austurríska landsliðsins í þeirri íþrótt, sjónvarpað af Rúv. Leiklýsendur liggja undir miklu álagi að miðla til okkar einhverju gagnlegu, sérstaklega þar sem maður sér flest sem þeir geta sagt frá á skjánum. Það þarf því ekki að koma á óvart að undarlegt orðalag einkenni lýsinguna, þar sem í fumi er gripið til orða og þeim útvarpað áður en kastljósk skoðun hefur farið fram á þeim. Þetta er allt skiljanlegt og auðfyrirgefið. En þegar leiklýsandinn segir...

Þriðji handleggurinn (2 álit)

í Heimspeki fyrir 13 árum, 8 mánuðum
Þróun lífs á jörðinni hefur leitt af sér ótrúlega fjölbreyttar lausnir við vandamálunum sem það kljáist við. Maður þarf ekki að horfa á marga náttúrulífsþætti til að sjá að mannlegt ímyndunarafl á ekki séns í margmilljarða ára handahóf á yfirborði heillar plánetu. Eitt af þessum apparötum er heilinn, sem fyrirfinnst í flestum fjölfruma órótbundnum lífverum. Það er af góðri ástæðu - heilinn er í sinni einföldustu mynd rásaborð sem gefur til kynna hvert og hvernig er skynsamlegast að hreyfa...

Efni og andi (77 álit)

í Heimspeki fyrir 13 árum, 8 mánuðum
Það fer svolítið í mig þegar fólk býr til skiptingu milli efnis og anda eða náttúrulegs og yfirnáttúrulegs. Ef andi er eitthvað sem hefur áhrif á gang heimsins, er hann þá ekki bara efni? Ef andi er óuppgötvað form efnis, var ljóseindin þá einu sinni andi? Hefur þá einhverja merkingu að tala um “anda” umfram “óuppgötvað efni”? Ef yfirnáttúrulegir eða andlegir hlutir geta haft áhrif á heiminn en ekki heimurinn á þá, þá geta þeir ekki “vitað” hvað þeir eru að gera við heiminn og geta aðeins...

Hátíðarmálþing (1 álit)

í Stjórnmál fyrir 13 árum, 9 mánuðum
Ég skrapp á hátíðarmálþing Orator, nemendafélags lögfræðinga í Háskóla Íslands, í dag. Það var að vísu ekki síst vegna loforðs um fríar veitingar að því loknu sem ég lét sjá mig, en umræðuefnið lofaði góðu: Staða lögfræðinnar í samfélaginu. Ekki var frummælendalistinn verri, en hann skipuðu umboðsmaður Alþingis, formaður lögmannafélagsins og aðstoðarmaður innanríkisráðherra. Reyndar kom á daginn að síðastnefnd, Halla Gunnarsdóttir, hafði sérstaklega fengið boðið fyrir að vera kona, en það...

Trivia (13 álit)

í Sagnfræði fyrir 13 árum, 9 mánuðum
Hvaða sögulega atburði lýsir þessi mynd?

Skammtafræðileg athugun (6 álit)

í Vísindi fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Fátt er vandlegar misskilið í nútímaeðlisfræði en hlutverk athugandans, og er þó af nógu að taka. Allar eindir sem við vitum fyrir víst að heimurinn er samsettur úr hafa ekki fastákvarðaða eiginleika eins og staðsetningu, spuna, ferð og þess háttar, heldur líkindadreifingu á þeim. Svipað því hvernig við vitum ekki hve heitt sundlaugarvatnið er fyrr en við stingum tá ofan í það þarf að athuga, mæla, hvernig þessir eiginleikar eru nákvæmlega. En ólíkt sundlaugarvatninu eru eindirnar ekki með...

Huga-addon fyrir Firefox og Greasemonkey (17 álit)

í Tilveran fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Á huga eru oft langir og leiðinlegir þræðir, og plássfrekar umræður. Væri þá ekki miklu skemmtilegra að geta fellt þær saman og skoðað afganginn án þess að skruna og skrolla endalaust? Ég skrifaði stuttan javascript fyrir þetta, þið getið sótt skrípið sem Firefox viðbót, eða sem Greasemonkey script. Notkunin er einföld, þið smellið á litla broskallinn til að fella saman svar og undirsvör þess, og smellið aftur á hana til að opna það aftur. Tenglarnir eru aftur hér, Greasemonkey:...

Entropie und Zeit (3 álit)

í Tungumál fyrir 13 árum, 11 mánuðum
Ég pikkaði saman grein á þýsku fyrir annað tilefni, en hún er eflaust skemmtiefni fyrir sammengi vísinda- og heimspekisinnaðra huga og þýskunema. Ef einhver orð eða frasar vefjast fyrir ykkur bendi ég á hina stórgóðu orðabók dict.cc. Ég firri mig allri ábyrgð af skaða sem gæti valdist vegna rangt staðsettra komma og skorts á hástöfum. Leise aber unaufhaltsam treibt sie vor, und hinterlässt eine unwiederbringliche Welt: Zeit. Ihre Beschreibung ist schon siet Jahrhunderten ein Rätzel....

Þarftu draumaráðningu? (2 álit)

í Dulspeki fyrir 13 árum, 11 mánuðum
Í okkar daglega amstri eru okkur hlutir misofarlega í huga. Stundum tökum við eftir einhverju sem vekur tilfinningar með okkur, lendum í sorglegum hlutum, förum rugluð að sofa og vitum ekki alveg hvað við eigum að hugsa. En þegar við sofnum hættir huginn ekki að starfa. Hann rúllar áfram eins og hann gerði yfir daginn, nema hvað skipstjórinn, sumsé athugula meðvitundin, er í blundi, og hásetarnir eru í partíi í einni kaétunni. Ekkert taumhald er á hugsanaflæði okkar, og tilfinningalegar...

Hjálp! Það er tvívítt tímaviðsnúið svarthol í vaskinum mínum! (3 álit)

í Vísindi fyrir 13 árum, 11 mánuðum
Ég fer heldur frjálslega með sögu mannkyns í þessari færslu, þvert á boðskap hennar. Frá örófi alda hefur mannkyn búið til skýringar á öllum þeim fyrirbærum sem fyrir augu þess bera. Sumar heppnuðust vel og aðrar illa, sumar eru heillandi og sumar torræðar. Tilgangur þeirra hefur verið af ýmsum toga, og ekki alltaf samfélaginu til framdráttar. Það sem þær eiga allar sameiginlegt er að vera líkön, kerfisbundin skýring á einhverju fyrirbæri. Líkön eru nátengd því hvernig hugur okkar virkar,...

Hey! Hey! Hey! (8 álit)

í Tilveran fyrir 13 árum, 11 mánuðum
Hvaða mold notar Páll Óskar fyrir blómapottana sína? Fabjú-löss! :D
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok