Í dag, í tíma í skólanum í dag varð ég vitni að ótrúlegustu samræðum sem ég hef heyrt. Þannig var mál með vexti að kennarinn var að ræða hátekjuskatt og var að tala um að það væri ekki alvitlaust að hafa hátekjuskattsmörkin í þrepum, þannig að eftir því sem maður fær hærri laun, þá hækkar hlutfallið af þeim sem þú þarft að borga í þennan hátekjuskatt. Einn af nemendunum í bekknum vildi endilega koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Greip fram í fyrir kennaranum og sagðist ekki geta verið...