Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Verkjalyf fyrir hunda???

í Hundar fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Ég veit af dýralækni sem ráðlagði hundaeigendum að gefa tíkinni sinni barnamagnyl eftir að hún var tekin úr sambandi. Öll önnur verkjalyf geta hæglega drepið hundinn, eftir því sem mér skilst. Mér fyndist því skynsamlegast í stöðunni að hafa bara samband við dýralækni og fá ráð frá þeim sem vita pottþétt hvað þeir eru að tala um. (á ekki að vera skot á neinn :)

Re: rómantík útdauð ?

í Rómantík fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Málið með þessa rómantík er að hún er stórlega ofmetin. Mér finnst rómantík vera það sem þú vilt að hún sé, ekki þessi klisja um að strákar verði að vera rómantískir og so on… Maður þarf bara að meta ýmislegt upp á nýtt og gjörðu svo vel … meira en nóg af rómantík :)

Re: Támjóir skór

í Tíska & útlit fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Mér finnst ekkert vera einhver ákveðinn aldur sem segir að stelpur geti gengið í támjóum skóm. Hins vegar finnst mér það hálf kerlingarlegt að sjá 12 - 13 ára stelpur í háhæluðum og támjóum skóm þó að ég hafi ekkert á móti skónum sem slíkum. Spariskór, jú kannski ókei eins og fermingarskór og þannig en vá, að sjá svona ungar stelpur í þessu hversdags er bara alveg hræðilega fáránlegt :)

Re: Gleraugun hennar Rachelar?

í Gamanþættir fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Ég get næstum því svarið að hún hefur aldrei sést með gleraugu! Er búin að liggja í Friends seinustu tvær vikurnar og að horfa á þetta í 100x :)

Re: Hvort finnst ykkur flottara..........

í Tíska & útlit fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af því að vera of stór! Það getur vel verið að þú eigir hreinlega ekkert eftir að vaxa neitt mikið! Ég var alltaf með hæstu krökkunum í bekknum en síðan hef ég stækkað um 2 cm síðan ég fermdist (er 172). Þetta er samt auðvitað misjafnt, vinkona mín var allt aðeins minni en ég en eftir að við byrjuðum í menntaskóla bætti hún við sig einum tíu cm :) En “feiti” strákurinn, bara klassískt dæmi um minnimáttarkennd eða smá skot :) Svo finna...

Re: Þroskaheft fólk

í Börnin okkar fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Þó að það sé erfitt að eiga fatlað eða þroskaheft barn og það er auðvitað enginn sem óskar sér þess þá er það ótrúlega mikil reynsla. Auðvitað er fólk með fordóma gagnvart fötluðum og þroskaheftum einstaklingum eins og flest öllum einstaklingum en það eru líka í flestum tilfellum fólk sem hefur aldrei umgengist þetta fólk. Ég held að flestir, ef ekki allir sem hafa umgengist fatlaða og/eða þroskahefta einstaklinga séu sammála um það að þeir eru alveg æðislegir (en misjafnir eins og allir...

Re: Hvað er málið með ungt fólk

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Víst er það rétt að það er með eindæmum hvað fólk getur verið virðingarlaust gagnvart öðrum og annara eignum. Ég verð samt að segja, að það er alveg ótrúlegt að fólk skuli fullyrða það, beint eða óbeint að það hafi verið ungt fólk sem veldur þessum hlutum. Mér finnst það nú eiginlega bera með sér töluvert virðingarleysi …

Re: hvað eigið þið marga...

í Tíska & útlit fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Vá, 14 - 15 pör af skóm. Mér finnst það nú bara ágætis fjöldi, sérstaklega m.t.t. þess að þú ert 14 ára. Hver borgar? Annars á ég 1 par af strigaskóm, 1 par af venjulegum skóm, dúkkulísuskó og stígvél og svo bara sandala. Vantar alminnilega spariskó en það lagast um næstu mánaðamót ;)

Re: Uppiskroppa tískuhönnuðir!!!

í Tíska & útlit fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Ég var einmitt að pæla í þessu í dag í Kringlunni þegar ég tók eftir að Kínakjólarnir eru komnir aftur í verslanir, líklega hugsaðir sem fermingarföt. Það eru samt ekki nema sex ár síðan þeir voru með vinsælustu fermingarfötunum :D

Re: verslunin Zara

í Tíska & útlit fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Ég hef verslað alveg töluvert mikið í Zöru, bæði vegna þess að verðið er fínt og auk þess vegna þess að ég fíla megnið af fötunum mjög vel. Hinsvegar hef ég mjög misjafna reynslu af þessum fötum. T.d. keypti ég mér skyrtu fljótlega eftir opnunina sem er alveg eins og ný í dag. Svo keypti ég mér líka svona rennda hettupeysu sem varð mjög sjúskuð eftir nokkra þvotta. Nærfötin þarna eru svona upp og niður að mínu mati, mér finnst brjóstahaldarnir þarna til dæmis hálflélegir.

Re: Úr sveit í borg.

í Börnin okkar fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Ég var 8 ára þegar ég flutti til Reykjavíkur og það óx mér alveg ferlega í augum. Mér fannst það alveg hræðilega leiðinlegt. Sem betur fer átti ég frænda í næstu götu og var mikið með honum og vinum hans og mömmu og pabba datt ekki annað í hug en að það væri allt í góðu lagi. Þegar ég byrjaði svo í skólanum var það allt önnur saga, krökkunum fannst ég hundleiðinleg og það tók mig langan tíma að eignast vini innan bekkjarins. Ég reyndi samt bara að vera töffari og sagði aldrei neitt og það...

Re: Röddin

í Bækur fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Ég er sammála því að bækur Arnaldar séu mjög góðar. Ég get samt ekki neitað því að mér fannst Röddin í slakara lagi, amk fannst mér Grafarþögn mun betri :Þ Það kom samt fram í einhverri af fyrri bókunum þetta með hrakningarveðrið og af hverju áhuginn stafaði. Ég man ómögulega í hverri þeirra enda töluvert síðan ég las hana.

Re: Skólaleiða :(

í Skóli fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Ég held skólaleiði sé eitthvað sem allir upplifa einhvern tímann! Ég er að klára stúdentsprófið í vor og seinustu annir hafa verið hörmung! Samt kom aldrei til greina að hætta bara í skólanum af því að það er miklu betra að klára þetta bara af. Ég hef líka heyrt það frá mjög mörgum sem hafa ýmist hætt í menntaskóla eða bara alls ekki farið í framhaldsskóla, að þetta séu stærstu mistökin! Ég held í það minnsta að þú eigir eftir að sjá eftir því eftir kannski 5 - 10 ár að hafa hætt ef þú...

Re: Nýr vinur

í Gamanþættir fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Það var rosalega mikil gagnrýni á þetta fyrir nokkrum árum / seríum og síðan þá hafa fullt af svörtum gestaleikurum birst í þáttunum. T.d. hjúkrunarkonan sem hjálpar Rachel á spítalanum í 9.seríu og svo er stelpan sem Joey og Ross fara báðir að date-a í 7 - 8 seríu :D Þannig að það eru alls ekki bara hvítir leikarar í þessu núna, þó að hlutverk þeirra svörtu hafi verið mjög lítil hingað til :D

Re: Burt með barnastærðir í tískubúðum!

í Tíska & útlit fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Mér finnst það ekki skipta nokkru einasta máli í hvaða stærðum fötin eru þegar maður kaupir þau! Það sér enginn í hvaða stærð fötin þín eru þegar þú ert komin í þau :) Þannig að það skiptir kannski meiru máli hvernig þú ert en ekki stærðin á fötunum =)

Re: dóp anorexia=fegurð?

í Tíska & útlit fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Vá æðislegt! Anorexía = lystarstol Þú borðar lítið sem ekki neitt. Búlimía = lotugræðgi Þú borðar og borðar og borðar og kastar því síðan jafnóðum upp. Skil ekki alveg tilganginn með þessari grein =)

Re: Skiptir það virkilega svona miklu máli?

í Tíska & útlit fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Það er auðvitað bara einstaklingsbundið hvað stelpur fíla í sambandi við að mála sig og þannig. Ég persónulega á erfitt með að skilja hvað er svona spennandi við að gera þetta alla dag alltaf. Engin tilbreyting þegar þú ert svo að fara eitthvað fínt :) Er þetta ekki bara spurning um ávana? Ég held að þetta sé ekkert annað en ávani, það þarf enginn að hafa fyrir þessu á hverjum degi. Auk þess er mín reynsla sú að húðin versnar alltaf undan púðri eða meiki, alveg sama þó að maður sé með...

Re: Allt of ungir krakkar á djamminu!!

í Djammið fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Krakkar í 8. eða 9.bekk eru bara svo ótrúlega mikið að flýta sér að verða fullorðin. Það er ótrúlega mikið af krökkum sem halda að það sé svo cool að reykja, drekka og stunda kynlíf á þessum aldri og eru að drífa sig í að upplifa alla hluti sem allra fyrst. Þessir sömu krakkar eru bara engan veginn nógu þroskuð til þess. Það er svo miklu meira vit í því að bíða nokkur ár, framyfir grunnskólann því að það munar mjög miklu í þroska. Ekki það að klára grunnskólann sé eitthvað svaka stökk en það...

Re: Nýi nágranninn, Nero

í Hundar fyrir 22 árum
Ég er alveg sammála því að það er tillitsleysi að vera með hundana sína lausa og þú gagnrýnir eigendur Nerós fyrir það… En samt ertu þú sjálf/ur að segja að þú sért vön/vanur að fara með hundinn þinn lausan í göngutúr og samkvæmt mínu viti er það alveg sama tillitsleysið :) Sérstaklega kannski þar sem þú talar um að hann sé árásargjarn við aðra karlhunda og greinilega mjög “possessive” á sitt svæði. Það er aldrei að vita hvað kemur upp, sérstaklega ekki á stað eins og Álftanesinu þar sem...

Re: Hverjir eru hæfir foreldrar?

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 1 mánuði
Mig langaði bara að benda á að þótt að þroskaheft fólk sé ástríkt og allt það þá segir það ekkert til um hvort það sé hæft í foreldrahlutverkinu. Börn eru ekki rifin af þroskaheftum foreldrum að ástæðulausu … það þarf að vera dágóður undanfari að þeirra ákvörðun :/

Re: Gunter að verða Pabbi

í Gamanþættir fyrir 22 árum, 1 mánuði
Þetta er nokkuð góð hugmynd hjá þér :) Mér fannst nú samt, eftir nokkrar pælingar fyrst eftir 7.seríu lauk að þetta væri frekar fyrirsjáanlegt. Ross & Rachel eru bara ment to be og það hefur aldrei komið neitt á óvart með þau í þáttunum, eða ekki mikið. Þetta verður ábyggilega / vonandi til þess að þau byrja saman aftur :)

Re: Börn og Hundar

í Hundar fyrir 22 árum, 1 mánuði
Það er náttúrulega hræðilegt þegar svona hlutir gerast en það ætti bara að minna fólk á það að það er ekki hægt að láta hund og barn eftir ein, sérstaklega ekki hund sem maður þekkir lítið af þvíað maður veit aldrei hvað þeir geta tekið upp á. Þá er ég ekkert síður að meina barnið heldur en hundinn. Ég hef a.m.k. margoft horft upp á unga krakka hálf dröslast með hundana sína, hanga í feldinum, klóra í eyrun eða jafnvel ætla sér að skoða tennurnar. Tilgangurinn er auðvitað oftast bara að vera...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok