Mig langar að spyrja ykkur, hundaeigendur hér um eitt mál. Þannig er mál með vexti að fyrir tveimur vikum var komið með hund til mín, sem fannst úti, ómerktur og ráfandi. Eftir miklar pælingar fórum við með hundinn á Dýralæknastofuna í Garðabæ þar sem þeir lásu á örmerkinguna og við fundum eigandann, sem kom að sækja hundinn og var mjög þakklátur. Í dag rambaði svo 1 stk hundur inn í vinnuna til mín en ég vinn í verslunarmiðstöð. Ég hringdi bara í gæsluna þar og lét þá sjá um greyið en þar...