Skylduræknir prestar og fávís almenningur hefur í gegnum söguna staðið fyrir skelfilegum skemmdarverkum á helstu fornleifadjásnum heims. Afleiðingin er sú að nútíma menn hafa í mörgum tilvikum glatað ómetanlegri list og þekkingu. Kólosseum var notað sem steinnáma. Byggt: 80 E.KR. Eyðilagt: 1349 Ef Benedikt páfi hefði ekki friðað Kólosseum árið 1749 er ólíklegt að það stæði enn í dag, fyrir friðunina var Kólosseum notað bæði sem kirkjugarður og steinnáma. Árið 1349 varð öflugur jarðskjálfti...