Þar sem ég syt og hlusta á þögnina, býð ég eftir að eitthvað gerist. Að eitthvað komi og bjargi mér frá því að verða matur einmanaleikans og kuldans. Mér finnst ég samt vita það innst inni, að enginn eigi eftir að koma og bjarga mér. Mér finnst eins og að vonin sem ég átti, þessi agnarlitla vonarglæta sem ég átti, sé horfin út í svart myrkrið sem umlykur mig. Ég lýt samt stöku sinnum upp til að fullvissa mig um að ég sé hérna ennþá. Að ég sé ekki farinn á vit einhvers betra…eða verra....