Lét loksins verða af því að kaupa mér mismunandi stærðir af lökkum í vör. Ég semsagt stefni á að stækka gatið í miðri vörinni á mér (fyrir þá sem ekki vita nú þegar, þá er ég með 3 göt í vörinni). Lokkarnir eru 2.5mm, 3mm, 4mm og 5mm. Taperinn er 4mm. Ég ætla mér að stækka upp í 6 eða 8 cm til að byrja með (sem tekur 6-8 mánuði því ég stefni bara á eina stækkun á mánaðarfresti) og sjá svo til ef ég vil fara hærra.