Vegmóðum var mér úthýst, - válega hvein í tindum - bölvaði ég þá bónda, börnunum hans og öllu; dimmdi óðum af degi, dundi foss í gili; gekk ég án nokkurrar glætu, gekk ég í opinn dauða, gekk ég í sjálfan dauða. Gekk ég í gljúfrin svörtu, gínandi sprungan tók mig, bein mín lágu þar brotin, blóð mitt litaði stalla. Lá ég einn og óhægt í eilífu svarta myrkri; en beinin mín brotnu hvítna, þau bein hafa verið að meini, þau bein skulu verða að meini. Leitað var mín lengi, langt og skammt var...