Næstkomandi helgi, þann 6.-8. júní verður íslenska húðflúrsráðstefnan haldin í þriðja sinn. Þar mun fjöldinn allur af húðflúrurum, bæði íslenskum sem erlendum, flúra gesti og gangandi. Sumir munu þó vera upppantaðir, en ef maður er heppinn ætti að vera möguleiki á að fá flúr hjá einhverjum færum. Mín reynsla er sú að þeir íslensku séu bókaðir langt fram í tíma og maður þurfi því að tala við erlenda listamenn, sem er þó alls ekkert slæmt enda mjög færir aðilar þar á ferð. Svo er líka alltaf...