Ef það væri bannað að auglýsa þyrftum við að henda alveg fullt af þráðum og hugsanlega einhverjum greinum :) Ég álít það bara af hinu góða að fleiri aðilar selji lokka. Það er bara aukið úrval og það er alltaf gott fyrir neytendur.
Ekki svo vitlaus hugmynd en það er nú þegar korkur sem heitir “Annað” og í rauninni gætu korkar um extreme mods verið þar. Mér finnst þetta samt frekar góð hugmynd hjá þér.
Einu sinni sagði ákveðinn ungur maður “ef þig langar í ís skaltu bara fá þér ís”. Pointið er að ef þig langar virkilega í eitthvað áttu að skella þér á það, óháð hvað öðrum finnst eða hvað aðrir eru að gera.
Held að það þurfi ekkert að gera það að reglu. Fólk á bara að hafa vit á því að vara aðra við og virða það að það eru ekki allir sem vilja skoða myndir/lesa um eitthvað svona extreme, sbr. nafnið á greininni minni.
Sumum finnst þetta of mikið, en mér finnst þetta ekki. Þetta er jafn hættulegt og að fá sér gat: Ef þú hugsar illa um þetta færðu sýkingu en ef þú hugsar vel um þetta verður ekkert vandamál.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..