Þó svo að þetta svar þitt sé sennilega það kjánalegasta sem ég hef séð á netinu í viku er nokkuð til í því. Flúrarar ættu að auglýsa ef þeir gera ekki eitthvað því þá þarf maður ekki að spyrja. Í þessu tilfelli gerir T&S það með því að hengja upp blöð á stofunni um að þau flúri ekki fólk undir 18. Það er sennilega það besta sem þau geta gert. Við getum ekki ætlast til að þau panti heilsíðuauglýsingu í laugardagsútgáfu moggans.
Mér finnst “tramp stamp” ekki kúl. Mér finnst tribal ekki heldur kúl. Og mér finnst trend sem tengjast flúrum og götum alls ekki kúl. En hver og einn ræður hvað hann/hún gerir við sinn líkama :)
Veit að það er hægt að nálgast umsóknareyðublaðið á netinu einhvers staðar. Ættir að geta faxað það. Annars er held ég málið að hringja bara í Hagstofuna og spyrja þá.
Grænan Mickey Finn's í Sprite. Ástæðan fyrir Sprite-inu er að það drepur niður spírabragðið og mér finnst það vont. Eftir verður bara súra bragðið með gosi. Gott stöff.
Aaahh. Haha. Auðvitað meinti ég að það ætti að biðja um eyðublað til að skrá sig úr þjóðkirkjunni. Var bara að hugsa um þjóðskrá og hef skrifað þetta án þess að taka eftir því :B
Manneskjan spurði hvar maður skráir sig úr þjóðkirkjunni og ég svaraði því að maður gerir það á Hagstofunni. Þú ferð ekkert í næstu kirkju og segir “hey ég ætla að skrá mig úr þjóðkirkjunni” við prestinn eða meðhjálparann. Maður verður að fara á Hagstofuna til þess.
Ónei, en ömurlegt. Þú getur samt huggað þig við að þú og fjölskyldan þín eruð ekki að deyja því þið eruð með herpes, kynfæravörtur, aids, svartadauða, inngrónar táneglur og kvef.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..