Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Fellini
Fellini Notandi síðan fyrir 19 árum, 5 mánuðum 86 stig

Re: Árni Magnússon-Félagsmálaráðherra

í Stjórnmál fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Já. Er það ekki fyrsta skilyrði þegar maður ritar grein eins og þessa að vita hvað maður er að tala um. Valgerður Bjarnadóttir var ekki leikhússtjóri hjá Leikfélagi Akureyrar, hún var formaður stjórnar. Aftur á móti var hennar aðal starf að vera jafnréttisstýra á Jafnréttisstofu, sem er opinbert apparat. Henni varð það á í messunni að mæla með karli í starf leikhússtjóra, en hafna konu sem ku hafa meiri menntun. Það er samt gaman að sjá hvernir leikhússtjóranum sem ráðinn var (Magnús Geir...

Re: Aron Pálma ekki heim !! Hin hliðin á sögunni

í Deiglan fyrir 19 árum, 1 mánuði
Hann var 11 ára þegar “brotið” var framið. Ef þetta er virkilega viðhorf þitt, ættir þú að gera sjálfum þér þann greiða að leita þér læknis.

Re: TIL HAMINGJU KONUR

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Rétt. En það er auðvitað ömulegt að þeir sem eru heiðarlegir séu látnir gjalda þess að aðrir séu það ekki. Við vitum að fólk keyrir of hratt og ekur drukkið, en byggjum þó vegi og seljum bíla þrátt fyrir það.

Re: TIL HAMINGJU KONUR

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Ég held, að ef lægstu laun á þessu landi væru í þá veru, að allir gætu lifað góði lífi af þeim, þá myndi fólk ekki vera að velta sér mikið upp úr því hvaða þeir sem mest fá hefðu. Mér finnst t.d. skammarlegt hvað ellilífeyrisþegar, öryrkjar og þeir sem minnst mega sín hafa úr litlu að bíta. Því er ekki að neyta, að við eigum þessu góða fólki það að þakka að við búum við þá velsæld sem hér ríkir í dag.

Re: TIL HAMINGJU KONUR

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Hjartanlega sammála. Sama í hina áttina. Enginn karl á að berja sér á brjóst fái hann starf vegna kynferðis síns. Það sem vantar er að finna leið til launajafnréttis. Ég er sammála Ara Edwald í því að líklega liggi ástæða þess í þeirri staðreynd að konur verðleggi sig lægra en karlmenn. Vonandi finnst lausn á þessu sem allra fyrst.

Re: FLYTJUM KEA TIL REYKJAVÍKUR

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 3 mánuðum
KEA gæti þýtt Kaupfélag Eyfirðinga í Austurstræti í framtíðinni.

Re: FLYTJUM KEA TIL REYKJAVÍKUR

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Valgerður??? Að sjálfsögðu segir hún ekki af sér. Hvar í ósköpunum fær bóndakona frá Grenivík, komin vel yfir miðjan aldur ráðherralaun. Hún hlýtur að hlæja sig máttlausa að þessari vitleysu í hvert skipti sem hún fer að sofa á kvöldin. Ég er samt sannfærður um það að hún er góð í að stinga út úr fjárhúsi, prjóna vettlinga og að baka hnallþórur. Fólk á að halda sig þar sem það stendur sig best. Bak við eldavélina með Valgerði.

Re: Snoop Dogg Vs. Alice Cooper

í Deiglan fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Sammála. Reyndar finnst mér það með ólíkindum hvað femínistar eiga greiðan aðgang að fjölmiðlum með hvaða vitleysu sem er. Fyrir fimmtán árum síðan átti ég heima í Svíþjóð, og þá var von á Alice Cooper þangað. Trúarofstækisfólk vildi láta banna honum að halda hljómleika í Svíþjóð af því að þeir töldu að hann væri djöfladýrkandi. Þegar Cooper kom til landsins hélt hann blaðamannafund, kom til hans vel klæddur. Fór yfir nokkur atriði ævi sinnar, m.a. það að faðir hans væri prestur, og að hann...

Re: FLYTJUM KEA TIL REYKJAVÍKUR

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Góðann daginn sjálfur. Ég held að innst inni séum við sammála um það, að auðvitað þarf landið að vera í byggð. Ekki vil ég vera án Ísafjarðar.Ég veit að þú trúir mér ekki, en ég hef oftar en ekki átt viðskipti við Patró, Bíldudal, (Hnífsdal), og Ísafjörð en þú getur ímyndað þér. Auðvitað ber ég fallegar tilfinningar til þessara staða. En ég reyni að vera raunsær. Ekki voga þér að segja að þú sért einskins nýtur. Hvernig heldur þú að komið væri fyrir okkur ef fólk eins og þú væri ekki til? Ef...

Re: FLYTJUM KEA TIL REYKJAVÍKUR

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Slakaðu nú á karlinn minn. Þú hefur ekkert upp úr því að kalla mig ónöfnum eins og apinn þinn. Áður er lengra er haldið, segðu mér hvað þú hefur búið til mörg störf fyrir þitt byggðarlag. Ég bjó austur á landi og hafði þegar mest var 20 manns í vinnu. Ég hitti vin minn áðan sem kemur að austan. Hann vinnur hjá Alcoa og sagði mér, að þessi andskotans barlómur og beiðnir um aumingjahjálp væri liðið undir lok fyrir austan. Nú væri fólk fullt bjartsýni og byggðarstofnunaraumingjar væru löndu...

Re: FLYTJUM KEA TIL REYKJAVÍKUR

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Eiga Ísfirðingar einhver sérstök opinber störf samanber höfðatölu. Er eitthvað að þér? Opinber störf eiga að vera til af þörf, og staðsett þar þar þeirra er mest þörf, það er að þeir sem þurfi að sækja sér þá opinberu þjónustu sem störfin kalla á, eigi sem greiðastan aðgang að henni. En það sem ég er að gagnrýna er sú staðreynd, að saklausu fólki á höfuðborgarsvæðinu sé sagt upp störfum til þess að landsbyggðarfólk fái þau. Það er alveg sjálfsagt að byggja upp opinber fyrirtæki úti á landi...

Re: FLYTJUM KEA TIL REYKJAVÍKUR

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Minn elsku kæri. Iðnaðarráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, bóndakona frá Grenivík í Eyjafirði upplýsti þjóðina um það í síðasta mánuði, að samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var meðal Eyfirðinga hafi komið í ljós að aðeins minnihluti Eyfirðinga vildu álver í fjörðinn sinn. Aftur á móti vildi meirihluti Húsvíkinga slíkan iðnað í sitt hérað. Fylgjast með.

Re: FLYTJUM KEA TIL REYKJAVÍKUR

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Því fer fjarri að ég sé að mæla með því að landsbyggðin verði lögð niður. Þó er ástæða til þess að sporna við og skoða sviðið af vandvirkni áður en menn halda vitleysunni áfram. Það hefur sýnt sig, að þrátt fyrir góðan ásetning og bruðl með peninga almennings, þá hafa þessar ráðstafanir ekki skilað því sem ætlast var til. Dæmi um þetta er Suðureyri við Súgandafjörð, en þangað voru lögð göng fyrir rúmum áratug, dýrustu göng Íslandssögunnar. Hefur þetta skilað árnagri? Nei. Það er að vísu hægt...

Re: FLYTJUM KEA TIL REYKJAVÍKUR

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Auðvitað er erfitt við þessu að gera. Þarna ætti löggjafinn að sjálfsögðu að setja reglur. Það eru til mýmörg dæmi um svona hluti. Það eru líka til dæmi um það að Byggðastofnun hafi lánað fyrirtækjum í samkeppni, og orðið þess valdandi að fyrirtæki hafi hreinlega lagt upp laupana vegna fyrirgreiðsla frá þessari undarlegu stofnun. Er þetta byggðastefna?

Re: FLYTJUM KEA TIL REYKJAVÍKUR

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Þetta snýst að mínu mati um heilbrigða skynsemi. Þú ert væntanlega búsettur fyrir norðan sýnist mér. Hvernig finndist þér ef þú þyrftir að sækja nauðsynlega almannaþjónustu til Hornafjarðar? Hornafjörður er ekki í alfaraleið nema fyrir lítinn hluta landsmanna. Ég hef sjálfur búið úti á landi í mörg ár. Meðal annars rekið þar fyrirtæki og haft fólk í vinnu. Ég var þá þegar kominn með þá skoðun að tilvist apparata eins og Byggðastofnunar væri til þess eins að auka á aumingjaskapinn....

Re: Konur og fálkaorður

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Einmitt. Snilld að sjá þetta sett upp svona. Frábært. Hverjum dettur í hug að tilnefna þetta annars ágæta fólk. Fær nefndin tilnefningar eða er þetta úr þeirra eigin ranni?

Re: Konur og fálkaorður

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Hárrétt. Allir eiga sér sögu, og margir hafa áorkað ótrúlegum hlutum, en aldrei fengið neina umbun fyrir né óskað eftir henni. Fyrir fjórum árum síðan sat ég daglangt með gömlum manni, sem hafði verið sjómaður alla sína ævi, lengst af sem skiptstjóri á eigin bát. Þvílík ævi. Enginn forstjóri, ráðherra eða knattspyrnumaður hefur upplifað þau ævintýri sem þessi maður. Þrisvar sinnum varð hann þeirrar gæfu aðnjótandi að bjarga lífi sjómanna úr bráðum lífsháska. Ég þekkti konu sem eignaðist...

Re: Konur í stjórnunarstöðum

í Deiglan fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Á baki við hverja stórkostlega konu er… karl. Hvaða bull er þetta? Auðvitað eru konur jafn hæfar í hvaða starf sem er og karlar. En því er þó ekki að leyna, að sum hlutverk hennta konum mun betur en körlum og öfugt. Ég hef haft konur sem yfirmenn sem hafa verið hreint frábærar, en líka öfugt. Ég hef þrisvar sinnum á ævinni þurft að leita til kvenna í bankastjórastól, og lít á það sem hreint helvíti. Ef bankastjóranum mínum yrði skipt út í dag fyrir konu, myndi ég umsvifalaust færa viðskipti...

Re: Konur og fálkaorður

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Einmitt. Athyglisvert þetta síðasta sem þú segir. Snýst þetta ekki allt um örfáar valdasjúkar kerlingar og launamisrétti milli þeirra og karla í sambærilegum stöðum? Hvað ætli launamisréttið sé mikið þegar búið er að skera þær frá umræðunni?

Re: FLYTJUM KEA TIL REYKJAVÍKUR

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Fyrirgefðu. Vissir þú að öll þau laun sem þú vinnur þér inn fyrstu sex mánuði ársins fara beint í ríkiskassann. Það þýðir að um næstu mánaðarmót fara launin að berast þér í hendur. Finnst þér eðlilegt að það sé verið að deila þeim til vita vonlausra byggðarlaga úti á landi? Og er það einhver afsökun fyrir sukkinu að það sé öðruvísi að búa úti á landi. Er þetta ekki val þeirra sem þar búa?

Re: FLYTJUM KEA TIL REYKJAVÍKUR

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Af hverju þarf að gera eitthvað fyrir landsbyggðina? Af hverju gerir landsbyggðin ekki hlutina fyrir sig? Vissir þú að á Íslandi er rekin bankastarfsemi fyrir landsbyggðina, sem höfuðborgarsvæðið hefur ekki aðgang að? Kallað Byggðastofnun.

Re: FLYTJUM KEA TIL REYKJAVÍKUR

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Vitaskuld þarf landsbyggðin á störfum að halda. En af hverju að taka störf frá öðru vinnandi fólki á suðvesturhorninu, til þess eins að skapa öðru fólki utan þess atvinnu. Þessi vinnubrögð má kalla aumingjastefnu, og svei þeim sveitafélögum, sem hanga á ríkisvaldinu til þess að fá störf annara til sín, í stað þess að sýna dugnað og frumlegheit með því að búa til sín eigin störf handa sínu eigin fólki.

Re: Konur og fálkaorður

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Tek heilshugar undir stórann hluta greinarinnar. Þó megum við ekki falla í þá gryfju, að alhæfa um góðmennsku eða illsku hvors kynsins fyrir sig. Taki ég sjálfan mig sem dæmi, þá held ég að ég sé ágætis faðir. Ég á þrjú börn, og reyni að eiga sem flestar stundir með þeim. Tvö barna minna eru stúlkur, og ef einhver heldur að ég telji þær ekki standa syni mínum jafnfætis að öllu leyti, þá veður sá hinn sami villu síns vegar.

Re: Kappaksturinn í Indianapolis

í Formúla 1 fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Sammála. Óþolandi að horfa upp á svona uppákomu. Þessi keppni er ekki einkamál ökumanna, bíla- og dekkjaframleiðanda. Ef hlutunum væri þannig háttað, færu þessar keppnir fram á lokuðum brautum. Allir þessir aðilar þurfa á okkur áhorfendum að halda. Þeir selja auglýsendum dýrar auglýsingar á bíla og brautir, vitandi af því að við milljónirnar horfum á. Þetta gengur ekki bara út á þá stórkallana, heldur líka okkur meðaljónana. Við viljum ekki svona uppákomur eins og við sáum á sunnudaginn var....

Re: Stórhættulegur erlendur skyrsléttumaður

í Deiglan fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Varðandi gæsluvarðhald bretans: Í fyrsta lagi: Svona kemur maður ekki fram. Sagan hefur sýnt okkur að ósmekkleg framkoma í þessa veru skilar neikvæðum viðbrögðum. Varðandi gæsluvarðhald og fangelsisdóma almennt: Við hljótum að gera þá kröfu til löggjafavaldsins að glæpum sé raðað í forgangsröð og að dómar og varðhald séu í samræmi við eðli glæpa. Tökum sem dæmi: Handrukkararar misþyrma manni þannig að stórsér á honum. Lögreglan hringir í þá daginn eftir, tekur af þeim skýrslu og sleppir...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok