Einhver skemmtilegasta kvikmynd Woody Allens heitir glæpasaga mín. Í henni er meðal annars stórkostlegt atriði, þar sem hann brýst út úr fangelsi, vopnaður skammbyssu sem hann hafði tálgað úr sápu, hrein listasmíð. En lánið lék ekki við hann, því daginn sem hann ákvað að nota sápubyssuna til þess að brjótast út, var rigning, þannig að byssan góða breyttist á svipstundu í sápufroðu, sem hann hélt á í höndunum. Við Íslendingar erum þessa dagana að verða vitni af svipaðri vitleysu í íslensku...