Ónauðsynleg stærðfræði, það er það sem fer í taugarnar á mér. En það sem ég átti við með íslensku kennslunni, er það að á náttúrufræði braut þarf maður að taka 5 íslensku áfanga, en á tungumálabraut þarf aðeins að taka 2 stærðfræði. Svo að það er dálítið erfitt að bera það saman. En eins og ég sagði, þó svo að þú notir ekki þessa stærðfræði í daglegu lífi þá þjálfar stærðfræði rökhugsun, sem ég tel nú vera ágætan kost fyrir alla.