Tjah, fatta og ekki fatta. Hef mikið pælt í þessu eftir að hafa tekið línulega algebru í menntaskóla og núna algebru og hnitarúmfræði í HÍ. Eins og hnitakerfið er skilgreint höfum við x-ás, ein vítt rúm. Svo kemur y-ás inn í spilið og við erum með tvívítt rúm, y-ás er hornréttur á x-ás. Næsta skref er þrívítt rúm, z-ás bætist við og er hann hornréttur á bæði x- og y-ás. So far so good. Núna ætlum við að hoppa yfir í fjórvítt rúm… en hvar kemur ásinn? Hann á að vera hornréttur á x,y og z-ás…...