Á Indianapolis kappakstrinum tók ég sérstaklega eftir því hversu Kanadamaðurinn, og fyrrum heimsmeistari,(eitthvað sem föður hans tókst aldrei) Jaques Villeneuve stóð sig illa. Árangur hans, 18.sæti í tímatökum og útafakstur í keppni er ekkert til að hrópa húrra fyrir og yfir allt árið hefur hann ekki staðið sig neitt rosalega vel fyrir fyrrverandi heimsmeistara. Þess vegna held ég að hann hljóti að spyrja sig að því hvort hann ætti ekki að fara að kalla þetta gott og setja skóna á hilluna....