Líklega í fyrsta sinn sem ég heyri þig tala vel um Ormsson :P. Ég held það fari ekki á milli mála að Bræðurnir Ormsson hafi sýnt fram á að þeir eru gjörsamlega vanhæfir sem ábyrgðarmenn Nintendo hér á landi. Þeir sýna starfsemi fyrirtækisins lítinn áhuga, neytendur eru aftarlega í huga þeirra og auglýsingastarfsemi í kringum Nintendo er í besta falli slæm.