Sææælllll Þetta er kannski fullmikið fyrir minn smekk. Mér myndi nægja fyrstu tvö stykkin. Stýri/throttle combo og svo rudder. En Jú maður væri kominn í svolítið feitt með þetta! Takk fyrir svarið :)
Ég er ekki með nein flugpróf, “nema í FS” hehe, en mér þykir undarlegt að það sé ekki farið með flugnema í krefjandi veðuraðstæður meðan á flugnámi stendur undir handleiðslu kennara! Það er lykillinn að því að geta haldið haus í þeim aðstæðum þegar menn eru uppá eigin spítur.
Gáfulegt verð er verð sem báðir aðilar geta sætt sig við fyrir vöru! Ég er ekki að snúa útúr. sumum finnst 50þús gáfulegt aðrir tala um ekki undir 150þús.
Fyrir þá sem ekki eiga gríðarlega góða tölvu mæli ég með FS2004. Hann tekur minna pláss og gefur nokkuð góða grafík. FSX er tölvunni minni algerlega ofviða! Svo má nefna að það er heilt netsamfélag sem byggt er upp utan um msfs. VATSIM,AVSIM,FSPLANET er fáeinar góðar síður!
Þetta veltur svolítið á getu tölvunnar þinnar! Ég nota t.d. Sceneryið sem þeir hjá FSisland gerðu. Iceland2005 mynnir mig. En ég verð að breyta því eilítið því annars fer allt að hökkta og skjökkta hjá mér. Iceland mesh frá einhverjum þýskum gæja er að koma ágætlega út fyrir cross country flugin. Bætt við 25. september 2008 - 09:30 p.s. finnur þetta allt á avsim og fsnordic
Jamm Allavega í vroute. Þegar þú ert búinn að græja planið að vild. Þá ferðu í EXPORT valmyndina. Ákveður brottfarartíma, fluglag og fleira, Svo er neðst flettigluggi þar sem hægt er að finna valmöguleika um niðurhal. Velur fs2004 eða eitthvað og svo eru örvar fyrir aftan gluggan ýtir á og svo niðurhalarðu flugplaninu!¨ Vonandi er þetta nógu skýrt! kv.f0524
Hæ prófaðu að leyta eftir skilyrðunum “original aircraft” t.d. á avsim þá er maður að fá grunnpakkana af vélunum. Ef þú sérð package þá er það líklega full gerð vél. Ég fann allar mínar download vélar þannig. Er hættur að nota þessar vélar sem eru standard í fs9 hinar eru oftar en ekki betri. kv: f0524
Þetta virkar þannig að þú tengist servernum með því ID númeri sem þér er úthlutað. Þetta nr er þinn (ferill). Þú sérð aðra og aðrir sjá þig. Ef ATC(flugumferðarstjórn) er í boði þá verður maður að lúta þeirra stjórn(eins og í alvörunni). Það að aftengjast á cruise er að mínu mati frekar ábyrgðarlaust því að maður þarf að vera helvíti viss um að tengjast ekki aftur beint í fluglagi annarar vélar. Og svo tekur ATC því ekki vel að það poppi upp vél í miðri traffík hjá þeim. Ég bendi á...
Hvað mig snertir finnst mér þetta forrit vera verkfæri djöfulsins. En icelandair virtual gengur á þessu svo að ég gaf þá uppá bátinn. Flýg undir þeirra merkjum (stundum) en get ekki verið virkur meðlimur!
Ég er einn þeirra sem er ekki mikið að kaupa forrit í FS9. Ég hef niðurhalað alveg snilldar vélum. Dash6Twin otter,Dash7,Dash8, BEA146-200,ATR42-200,Metro o.s.frv. Allt eru þetta vélar sem eru skemmtilegar short haul vélar.
Flugumferðastjórnarnám hefst með inntökuprófum sem eru sögð býsna skrítinn. Svo er farið í nám að mig minnir til írlands. Eftir það vinnur maður held ég eitt ár launa(laust/lítið) svo verða launin mjög ásættanleg. En ef þú hefur áhuga á að fá smá innsýn inní fagið ættirðu að athuga flugumferðarstjórn á netinu. Við erum nokkrir hérlendis með réttindi. Athugaðu málið inná Vatsim.net og inní “new ATC start here”. downloadaðu svo ACRS eða VRC og hafðu svo samband við okkur/eða vaccsca.org...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..