Ég er meðlimur í björgunarsveitinni á Laugarvatni og síðasta sunnudag (páskadag) þá fór ég ásamt tveimur öðrum innað tjaldafelli (Ef einhverjir vita ekki hvar Tjaldafell er þá er það rétt hjá Skjaldbreið) til þess að hjálpa fjórum jeppum sem voru í vandræðum. Þegar við komum að jeppunum þá brá okkur frekar mikið þar sem þarna var ein Feroza á 31´dekkjum, Pajero á 35´, Hilux á 35´ og eldri hilux á 36´. Mér fannst þetta kannski ekki vera alveg réttu bílarnir til þess að vera að ösla í krapa og...