Nú fer að líða að kosningum eins og flest allir vita og skiptar skoðanir eru á því hvað fólk ætlar að kjósa. Það hefur truflað mig rosalega mikið upp á síðkastið hvað ég hef heyrt marga krakka, sem kannski meiga kjósa í fyrsta skipti í alþingiskosningum, segja að þau nenni ekki að kjósa! Setningar eins og “mér er alveg sama” og “þetta kemur mér ekki við” hljóma oft. Er þetta eitthvað grín? Hvernig getur nokkur manneskja sem ætlar að búa í þessum heimi, ekki viljað hafa áhrif á þjóðfélagið??...