Þegar ég var á hestbaki í gær kom það fyrir að það hringdi síminn hjá mér, ég var á tryppi og stoppaði bara til að svara í símann. Leið og ég segi ,,Halló'' fer tryppið af stað, þó ekki með neinum látum, ég leyfi því feta áfram en svo þegar ég segi orðið ‘'já’' sem er frekar líkt orðinu ‘'hó’' stoppar tryppið aftur. En allvegana þegar ég er búin að kveðja fór ég að prófa þetta svona aftur og aftur og fannst mér alveg einstaklega gaman að sjá það hversu mikið vald maður hefur yfir tryppinu...