Mér finnst þetta vera gott framtak að birta grein hérna, en ég get ekki verið sammála henni. Mér finnst þú gefa þér of mikið af forsendum, þú velur og hafnar það sem þér finnst mest spennandi hjá hinum og þessum þekktu heimspekingum og síðan kemstu í raun ekki að neinni niðurstöðu. Wittgenstein hin eldri hefði aðeins sagt „ef þessi guðsímynd þín hefur merkingu hjá þér, þá er hún til fyrir þér“. Spinoza sannaði ekki tilvist guðs með náttúrunni, hann sagði að ef guð er til þá er hann ekki uppi...