Ég er nú seinþreyttur til vandræða, en hver sendi inn þessa könnun? Sögnin að hlakka tekur nefnifall - Ég hlakka til frumsýningarinnar. Sá sem sendi könnunina inn hefur hins vegar notað þágufall í fyrirsögninni og þolfall í einum svarmöguleikanum! Ég get skilið að menn klikki á þessu í töluðu máli, en þegar menn eru að skrifa texta eiga menn að hafa tíma til að hugsa sig um, og að gera tvær mismunandi vitleysur á sama orðinu bendir til ansi mikils skorts á umhugsun. Sniðug spurning samt, en...