Hrísgrjón með sósu af eigin vali. Hér er um að ræða mat fyrir fátæka námsmenn, sem hafa efni á litlu. En ég vara ykkur strax við, að ef þið borðið einungis þetta, þá munuð þið brátt þjást af skorti af ýmsum nauðsynlegum næringarefnum. Borðið því líka eitthvað annað af og til! Hér kemur uppskriftin: Kaupið “Tilda Basmati” hrísgrjón úti í næstu matvöruverslun. Þetta eru bláir pakkar og innihalda tíu (kannski ögn færri) poka af hrísgrjónum. Fyllið pott af vatni og látið það sjóða. Setjið einn...