Í óvissu reikar hugur minn, hissa á hörðum raunveruleikanum. Leitar af svörum, við öllum þessum gapandi sálarmeiðslum, sem fylgja fólki út um allt. Fólk virðist keppast við að særa sem flesta, til þess eins að vernda sig. Fólk er fullt af biturleika, og sorg sem fær ekki útrás. Það byrgir allt inni, en springur svo, þá blossar upp eldur, sem brennir svo marga sem voru bara á röngum stað á röngum tíma. Raunveruleikinn er beittur og sár, og ég kemst að því að LÍFIÐ ER EKKI KVIKMYND!