Þá þarftu að bæta þig virkilega ef þú ætlar á ná samræmdu prófunum næsta ár. Hvað íslenskuna varðar þá ráðlegg ég þér að lesa bækur. Það er eina ráðið til þess að ná einhverjum árangri í þessu. Stærðfræðin… tja, “There is no easy way” eins og margur spekingurinn hefur sagt. Eina sem þú getur gert er að læra heima, læra heima og læra heima auk þess að fylgjast með í tímum. Það sama gildir um hin fögin. Bara lesa, læra, fylgjast með og vera virkur. Fleiri ráð get ég ekki gefið þér að sinni.