Ef þú færð jöfnu á t.d. forminu by=ax+5 þá byrjarðu á að snúa jöfnunni við yfir á formið ax-by+5=0.Út frá þessum upplýsingum geturðu fundið þverilvigur jöfnunnar sem er [a;b]. Þá geturðu fundið þvervigur þverilvigursins sem er [-b;a]. Nú ertu kominn með vigur [-b;a] sem er samsíða línunni og það sem þú þarft þá að gera er að finna einingavigur vigursins. Til þess að finna einingavigur vigurs þá byrjarðu á að finna lengdina á vigrinum sem er (kvaðratrótin af ((-b)^2+(a)^2)). Síðan gerirðu...