Mér finnst væmin millinöfn pirrandi, eins og Ósk, Líf, Rós, Lind og svoleiðis. Mitt eigið finnst mér ágætt, mér þætti nafnið mitt frekar tómlegt án millinafnsins og þess þá heldur eftirnafnsins. (nafnið mitt samanstendur af fornafni, millinafni, föðurnafni og eftirnafni) Ég held að millinöfn sem samanstanda af þremur eða fleiri atkvæðum séu í lagi. Þau eru einhvern veginn virðulegri, eins og til dæmis er Stefán Þórarinn virðulegra en Stefán Ari.