Þessir tveir hlutir gætu alveg átt samleið án þess að annar þurfi alltaf að lúffa fyrir hinum, þeir eru á svo mismunandi sviðum í lífinu. Til dæmis myndu vísindin, í þessum ímyndaða heimi þar sem öll dýrin í skóginum eru vinir, sjá um veraldlega hluti en trúin um andlega hluti, því það er alltaf einhver partur af okkur sem er ekki lífræðilegur, ekki staðsetjanlegur í líkamanum og hefur ekkert gagn að vísindalegum rökum. Trúin væri andlegur stuðningur fyrir fólk, frekar en einhvers konar...