Hvað er málið með að fólk fari í bæinn og leiti sér að slagsmálum? Í mínum huga er djammið afslöppun eftir vikuna, það er að fara með góðum vinum og hlæja og láta eins og fífl, sleppa sér svolítið. En síðan eru alltaf einhverjar manneskjur sem þurfa að vera með derring. Þegar þeir drekka þá verða þeir miklu meiri menn eða eitthvað og þurfa að sýna sig fyrir öðrum, öðlast virðingu líklegast. En er þetta bara ein leið til þess að næla sér í stelpur? Þegar ég fer á djammið þá get ég oftast sagt...