Bandaríska sönkonan Rosemary Clooney lést um helgina í Los Angeles af völdum lungnakrabbameins, 74 ára að aldri. Clooney,sem hlaut sérstök verðlaun á Grammyverðlaunahátíðinni í febrúar, hlaut heimsfrægð á sjötta áratug síðasta aldar þegar hún kom fram ásamt Bing Crosby í kvikmyndinni White Christmas. Clooney reykti í mörg ár. Hún gekkst undir aðgerð í janúar og þá var hluti af öðru lunga hennar fjarlægður. Aðgerðin virtist hafa heppnast vel en nokkrum vikum síðar fór Clooney að hraka á ný....