Segja má að ég sé hvoru tveggja. Ég fór fyrst í heilsufarsmælingu í maí 2004 með systur minni og fékk lélegra skor en hún. Ég var ekki sátt við það þar sem ég hef alltaf spáð meira í mataræði, hreyfingu og þyngd en hún (erum næstum eins í hæð, þyngd og líkamsuppbyggingu). Þegar við ræddum við ráðgjafann sagði ég meðal annars frá tíðum lungnabólgum, streptókokkum og pensilíninntöku. Fyrir maí 2004 fékk ég allar umgangspestir og fleira til. Okkur systrum var bent á atriði ef við vildum efla...