Þegar farið er útí ræktun skal ávalt hafa kynbætur að leiðaljósi. Hinu opinberu ræktunarmarkmið í stuttu máli eru: Sköpulag almennt Almennt er stefnt að því að rækta hina léttbyggðari gerð íslenska hestsins með mikilli áherslu á styrk, skrokkmýkt og vöðvastælta líkamsbyggingu. Sköpulagið á að stuðla að mikilli ganghæfni og eðlisgóðum höfuðburði og á sama tíma að taka mið af almennt viðurkenndum fagurfræðilegum þáttum. Reiðhestshæfileikar almennt Almennt er stefnt að því að rækta fjölhæfan,...