Ásatrúarfélagið er löggilt trúfélag sem starfar að eflingu ásatrúar og annast þá trúarlegu þjónustu sem því er samfara. Félagið vill hefja til vegs og virðingar fornan sið og forn menningarverðmæti. Það er einnig vilji félagsins að auka skilning og áhuga á þjóðtrú og þjóðlegum hefðum. Heiðinn siður byggir á umburðarlyndi, heiðarleika, drengskap og virðingu fyrir náttúrunni og öllu lífi. Eitt megininntak siðarins er að hver maður sé ábyrgur fyrir sjálfum sér og sínum gerðum. þeir taka það...