Þessi típa af Hammond á fátt annað sameginlegt með B/C/A týpunum en að vera framleitt af Hammond og vera með svipað útlit. Það er meira í ætt við Yamaha stofuorgelin sem eru nokkuð algeng hér á landi. Gömlu Hammondarnir notuðu svokölluð “tonewheels” sem þarf meðal annars að smyrja en þetta tiltekna orgel notar transistora og kom það út á þeim árum sem Hammond fyrirtækið var að líða undir lok.