Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

ElDiablo
ElDiablo Notandi frá fornöld 186 stig
Áhugamál: Box

Re: Önnur lota.

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Takk fyrir Armon. Við erum sammálu að mestum hluta nema hvað við virðumst skilgreina hugtakið ofbeldi á ólíkan hátt. Athöfn sem tveir einstaklingar taka þátt í af fúsum og frjálsum vilja getur varla flokkast sem ofbeldi. Kveðja ElDiablo

Re: De la Hoya-Castillejo !!

í Box fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Þetta verður auðveldur titill fyrir Oscar og ég vona að Vargas fái að skora á hann. Það yrði BARDAGI

Re: Á Hasim Rahman séns?

í Box fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Rahman hungrar í sigur og það eiga allir möguleika á sigri sem koma rétt stemmdir til leiks. En eins og skaur benti réttilega á hefur Lewis tilhneigingu til að detta niður á sama plan og lélegri andstæðingur og þess vegna spái ég að ef Lewis rotar hann ekki fyrir 4 lotu þurfum við að horfa upp á annan Lewis-Tua bardaga þar sem Lewis potar sig í gegnum 12 leiðinlegar lotur og vinnur á stigum.

Re: \

í Box fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Mér skilst að málið sé enn í nefnd og það má búast við því að það værði kæft þar ef að við látum ekki í okkur heyra. Þess vegna hvet ég hér með alla sem áhuga hafa á málinu að láta þingmenn okkar vita af þessu, að það séu menn þarna úti sem hafa áhuga á málinu. Sendið þeim email þar sem þið skorið á þá að kjósa með lögleiðingunni og að gera það sem fyrst. Baráttukveðjur ElDiablo

Re: Eric Morales tekur WBC Fjaðurvigtartitilinn!!!!

í Box fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Ég hef fulla trú á Morales og vona að hann fái séns á Hamed, ef Hamed kemst framhjá Barrera. En hver væri ekki til í að sjá Morales og Barrera berjast aftur? Það er sá bardagi sem ég myndi vilja sjá.

Re: Re: Slagur á Alþingi.

í Box fyrir 23 árum, 8 mánuðum
EEE!!! Telur þú að bann við keppni í rallakstri muni koma til með að minnka hraðakstur á vegum landsins? Ofbeldi mun alltaf vera til staðar í þjóðfélaginu og það er ekki sanngjarnt að setja samasem merki á milli ofbeldishneigðar og áhugamannahnefaleika. En takk fyrir þitt innlegg engu að síður.

Re: Látinn boxari klifrar listann hjá WBO

í Box fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Ég held að þetta segi allt sem segja þarf um þessi “ranking”kerfi hjá hnefaleikasamböndunum. Kerfin eru rugl eins og sjá má á fjölmörgum bardögum, þar sem að kannski 9undi eða 10undi maður á listanum fær að berjast um titil á meðan efstu menn á listanum sitja í kuldanum. Hvernig stendur t.d. á því að Lennox Lewis er ekki einu sinni á WBA listanum yfir áskorendur? Er John Ruiz svona miklu betri en Lewis? Tua þurfti ekki nema 20 sek. til að losa sig við Ruiz þegar þeir börðust, Ætti hann þá...

Re: De La Hoya-Gatti

í Box fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Því miður fyrir Gatti þá held ég að Oscar eigi eftir að éta hann. Gatti er frægur fyrir “varnarboxari”, þ.e.a.s verja höggin með andlitinu þangað til að andstæðingurinn gefst upp. Einnig á hann það til að skerast mjög auðveldlega og þannig sé ég þennan bardaga þróast. De La Hoya sker gatti snemma í bardaganum og bardaginn verður stöðvaður. Gatti hefur fengið óteljandi marga séns hvað varðar skurðina og dómarar hafa oft leyft honum að halda áfram sökum þess hvað hann er vinsæll. En Oscar er...

Re: Íslendingar í Víking til USA

í Box fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Kæri Vido. Ég vona svo innilega að þú takir ekki mark á sögum út úr bæ, um Sigurjón og þá sem að þessari ferð standa, því að þeir hafa staðið sig mjög vel hvað varðar allan undirbúning og þjálfun þeirra sem fara út að keppa. Um síðustu helgi voru staddir hér á landi tveir Bandarískir þjálfarar og héldu þeir námskeið fyrir þá stráka sem ætla að keppa. Þessir þjálfarar eru tveir af bestu þjálfurum Bandaríkjanna í áhugamannahnefaleikum og reka klúbbinn sem að stendur til að keppa við. Er hann...

Re: Millivigtin rís upp úr Öskunni.

í Box fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Þessi flokkur er það sem koma skal. Fjórir stórgóðir hnefaleikarar, allir á toppnum, og Roy Jones á leiðinni til þeirra. Þetta er ein stór sprengja!

Re: Fínn bardagi um helgina á sýn

í Box fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Alltaf gaman þegar meistarar mætast og þessi þyngdarflokkur er að mínu mati einn af þrem skemmtilegustu flokkunum í dag. Held að Tszyu vinni með rothöggi í seinni hluta bardagans. Freitas er einn mest spennandi boxarinn þessa dagana og mikið væri gaman að sjá hann berjast við Casamayor.

Re: Re: SÝN ER SNILLD!!!!!!!!!!

í Box fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Þessum mánuði er borgið! Þrefalt húrra fyrir Sýn!!!!

Re: Re: Re: Re: Re: Bætir De La Hoya nýrri fjöður í hattinn sinn?

í Box fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Hvað segið þið um DeLa Hoya v.s Vernon Forrest? Hann ætti að veita Oscar meiri keppni heldur en Gatti að mínu mati. Hann sigraði líka Mosley þegar þeir börðust um sæti í Bandaríska Ólympíuliðinu (áhugamanna nota bene) en hefur af einhverjum ástæðum aldrei fengið séns á að sanna sig. Ykkar skoðanir á þessu!

Re: Re: Re: 24 FEBRÚAR JONES JR

í Box fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Ég myndi frekar borga fyrir að sjá Jones æfa sig á Heavy bag heldur en að horfa upp á svona helv… vitleysu. Hvað verður eiginlega næsta á dagskrá hjá þessum svokallaða “p4p” meistara veraldar? “JONES JR. V.S CHRISTY MARTIN”?

Re: Re: Re: Bætir De La Hoya nýrri fjöður í hattinn sinn?

í Box fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Hann er sjálfsagt bara ennþá vankaður eftir að Mosley flengdi hann 17 júní síðastliðinn. En segjum sem svo að hann tilkynni um bardaga í sumar. Hver væri hans besti kostur? Einhverstaðar heyrði ég Arturo Gatti nefndann sem hugsanlegann andstæðing en ég tel að Gatti sé ekki maðurinn til að sannfæra okkur um að De La Hoya sé kominn aftur. Auðvitað væri best fyrir Oscar að berjast við Shane Mosley aftur en er einhver þarna úti sem að heldur að niðurstaðan yrði öðruvísi en í fyrri bardaganum. En...

Re: Casamayor KO 9 Garcia

í Box fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Casamayor er hörkunagli og ég vona svo sannarlega að hann og Freitas berjist bráðlega. En ég held að það séu litlar líkur á að Sanches fái annan bardaga við Hamed, því að Prinsinn hefur svo marga aðra valkosti.

Re: Re: Lewis v.s Tyson

í Box fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Lewis sagði í viðtali við BBC Radio 5 að hann vilji berjast einu sinn enn og að eftir þann bardaga ætli hann að hætta. Og hvern haldið þið að hann vilji berjast við í sínum síðasta bardaga?

Re: Næsti

í Box fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Þetta gæti orðið spennandi bardagi því að Casamayor á góðan möguleika á að berjast við WBO meistarann, Acelino Freitas, og gæti því farið annars hugar inn bardagann á móti Garcia, vitandi af Freitas rétt handan við næsta horn. Auk þess er Garcia virkilega þyrstur í titillinn og segist aldrei hafa æft meira fyrir nokkurn bardaga. En varðandi Sýn, þá er sú stöð alveg að skíta á sig. Við hnefaleikaáhugamenn megum þakka fyrir að fá að sjá einn bardaga í mánuði. Þeir verða að taka sig á.

Re: Ray Mercier snýr aftur

í Box fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Er Mercier ekki orðinn hundgamall? Hann á ekki eftir að gera neinar rósir.

Re: LOKSINS!!!!!!!!

í Box fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Ég las það á Secondsout.com að Hopkins hafi ekki gert sér neitt gott með því að skora á Jones eins og hann gerði. Jones snýr líklega baki í hann eftir þetta. Hopkins sveik líka Jones þegar að Jones bað Hopkins um að berjast við Brian Barbosa (veit ekki af hverju) og gerðu þeir víst munnlegt samkomulag um það en Hopkins bakkaði tvívegis út úr því.

Re: LOKSINS!!!!!!!!

í Box fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Ég las það á Secondsout.com að Hopkins hafi ekki gert sér neitt gott með því að skora á Jones eins og hann gerði. Jones snýr líklega baki í hann eftir þetta. Hopkins sveik líka Jones þegar að Jones bað Hopkins um að berjast við Brian Barbosa (veit ekki af hverju) og gerðu þeir víst munnlegt samkomulag um það en Hopkins bakkaði tvívegis út úr því.

Re: Re: Re: Re: Þungavigtar - Heimslistinn

í Box fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Hverjum dettur í hug að setja Tyson og Holyfield fyrir ofann Tua og Klitschko? Ég bara spyr!

Re: Tyson-Lewis

í Box fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Ánægjulegt að heyra þetta. Þegar að þessum bardaga líkur getum við hætt að spá í þessa hundleiðinlegu þungavigt og farið að einbeita okkur að skemmtilegri þyngdarflokkum. Ég get samt einhvernvegin ekki ímyndað mér að þetta verði skemmtilegur bardagi. Fyrst að David Tua komst ekki nálægt “Letingjanum” þá held ég að við þurfum annað hvort að horfa upp á enn eina svefngöngu hjá Lewis eða Tyson missa stjórn á sér.

Re: LOKSINS!!!!!!!!

í Box fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Jones hefur ekki barist við marktækan andstæðing í tvö ár og ég tel að Jones þurfi að sanna sig gegn verðugum andstæðingi, og þó að Hopkins eigi vissulega að fá tækifæri, þá held ég að Jones ætti að klár að hreinsa til í léttþungavigtinni og berjast við Dariusz Mihalczewski. Einnig er Michael Nunn búinn að margkalla á Jones og ef að Jones klárar þessa tvo, sem að ég held að hann geri, þá ætti hann að fara niður og berjast við Hopkins. Fyrr fær hann ekki topp sætið á mínum p4p lista.
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok