Sko, ég ætla bara að segja frá því sem ég geri á aðfangadag, ég hef alltaf ELSKAÐ jólin og mér finnst gaman að rifja upp það sem ég geri;) Ég vakna yfirleitt kl.7 og kíki alltaf fyrst í skóinn, ég fæ bara í skóinn 24.desember, ég trúi náttúrulega ekkert á jólasveininn, ég horfi svo með systur minni, sem er 4 ára, á jólateiknimyndirnar sem eru alltaf í sjónvarpinu á aðfangadag. Um kl.12 förum svo ég og pabbi minn að klára að deila út pökkunum handa vinkonum mínum, svo kemur amma mín til okkar...