Við getum orðað það sem svo að jafnvægið milli supply/demand sé frekar þannig að supply sé í miklu meira mæli heldur en demand. Ég veit um nokkra kerfisfræðinga sem vinna á færibandi í mjólkursamsölunni.
Tjah, ekki hlægja þig inn á hælið strax. Málið er að Dreamcast er að seljast á $50 dollara en XBOX á $300. XBOX er með 37 leiki í release línu í árslok en DC er þegar kominn með MAX 700 leiki auk þess sem hægt er að spila afritaða leiki á vélina án breytingar á vélinni sjálfri. XBOX er með “graphically advance” leiki og kannski eins og þú sást í frétta á MBL um daginn þá var Halo aðeins eini leikurinn sem náði inn á top-10 listann fyrir jólin í BNA. Veit ekki um þig en ég er að spá í stocks...
Svei mér þá, ég las þetta fyrir helgi. Ég kom að fréttatilkynningunni á Reuters síðunni. Prófaðu að leita þar. Ég get svo svarið það að ég er ekki að finna hann núna. En það er líklegt að Gamespot muni fjalla um þetta fljótlega þ.e. ef þeir hafa ekki gert það hingað til.
Þetta er löng og ítarleg frétt. :) Ef þetta væri stutt frétt þá myndi hún hljóma svona: “DC lifir” - Sökum eftirspurnar mun Sega byrja að framleiða DC. Búið! Ekki segja mér að þú hafir ekki verið þreyttur á því að vafra inn á þetta áhugamál og sjá alltaf sömu greinarnar. Ef að fréttir eru áhugaverðar sem ég rekst á þá birti ég þær hér. Ég tel að dómgreind mín sé það rétta jafnvægi til að áætla hvað sé grein og hvað sé ekki hérna á “leikjatölvum”. Nú svo ef þú ert enn ósáttur við þetta að...
Tjah fyrst þú ert í sveit þá er allt hægt. Við gætum ímyndað okkur eitthvað Fargo incident þar sem þú getur komið að honum ölvuðum, rotað hann, dregið hann inn í hlöðu, keðjað hann við hlöðuloftið. Eftir það gætirðu … ah never mind. Hvað veit ég :)
Kannski vegna þess að framhaldið af SSX heitir SSX Tricky. Gef SSX Tricky annað tækifæri í gærkvöldi og nei. Not impressed at all :( Skil ekki hvaða hype þetta er. Besti snjóbrettaleikur sem ég hef séð hingað til er enn Extreme Sports á Sega Dreamcast.
Ég verð reyndar að benda á að V-Rally hefur ávalt fókuserað á arcade tegundina af bílaleikjum og oft gefið út leiki sína undir formerkjum Test Drive. Hins vegar eru Colin McRae og WRC í öðrum flokki þar sem þeir fókusera á simulation. Ef mig minnir rétt þá er Eden Studios ekki framleiðandi heldur þróunaraðili V-Rally og Infogrames er framleiðandinn.
Þrátt fyrir að DC hafi verið dauð í ár þá hafa samt verið að koma út mjög skemmtilegir leikir á hana eins og t.d. Sonic 2, Floigan Bros og Virtua Tennis 2k2.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..