Franski varnarmaðurinn Liliam Thruam, leikmaður Parma á Ítalíu, er sagður á leið til Manchester United fyrir einar £23 milljónir. Sjálfur hefur hann lýst því yfir að hann ætli að yfirgefa félagið í sumar. “Þetta leiktímabil Parma hefur verið gjörsamlega mislukkað. Ég mun færa mig um set í sumar og hef þegar ákveðið áfangastað minn, en ég mun ekki gefa hann upp strax.” Auk United hafa bæði Real Madrid og Juventus verið orðuð við Thuram, sem segist vilja vinna titla.