Tekið af mbl.is: Tæknifyrirtækið Sony hefur hafið þróun á næstu kynslóð PlayStation 2 leikjavélarinnar, en vonir standa til þess að vélin verði sett á markað árið 2005. Gert er ráð fyrir því að tölvukubbar í nýju PS-vélunum verði 200 sinnum hraðvirkari heldur en tölvukubbar sem er að finna í leikja- og einmenningstölvum í dag. Talið er að þróun á nýjum tölvukubbi muni kosta fyrirtækið um 36 milljarða ísl. króna. Þá munu notendur geta spilað leiki í næstu PS-tölvu um háhraðanet, en fyrirtækið...