Vöskustu skátarnir mættu klukkan 7 á þriðjudagsmorgun við skátaheimilið en restin mætti klukkan 20 mín yfir. Farið var af stað frá skátaheimilinu um klukkan 8, allir voru í góðu skapi og mikið var sungið á leiðinni. Stoppað var í Brú og allir fengu sér sveittan hambó, sem var mjög góður. Þegar fararstjórinn áleit að aðeins væru eftir um tíu mínútur að Úlfljótsvatni var tveimur þaulvönum skátaforingjum falið að ganga afganginn af leiðinni ásamt einu bílveiku barni, enda svo stutt eftir að það...