Sælir allir Eftir að farið var að nota nætursjónauka á þyrlum LHG breyttist æfingaflugið talsvert. Stykkishólmur er ekki eina brautin sem notuð er til lendingaræfinga að næturlagi. T.d. eru brautirnar á Stóra Kroppi, Kaldármelum og Búðardal mikið notaðar og eins brautir fyrir austan fjall. Ástæðan fyrir því að Stykkishólmur er notaður er að mjög góðar leiðir eru að því svæði til æfinga með nætursjónaukum. T.d. er oft farið um Holtavörðuheiði og Laxárdalsheiði. En það fer eftir veðri hvert...