Varnarmálaráðherra Ísraels, Shaul Mofaz, sagði í dag að Ísraelar muni ekki ræða við Hamas-samtökin, þrátt fyrir að þau hafi unnið sigur í kosningum til palestínska þingsins í vikunni. „Við munum ekki undir nokkrum kringumstæðum ræða við Hamas,“ sagði Mofaz í viðtali við ísraelska sjónvarpsstöð. „Við viljum ekki með nokkrum hætti veita Hamas lögmæti.“ Mofaz sagði ennfremur að Ísraelar myndu ekki útiloka að í framtíðinni ráði þeir af dögum leiðtoga Hamas, þrátt fyrir að þeir kunni að taka sæti...