mér skilst að þessi umferðarljós á Bústaðarveginum séu bara til bráðabirgða, þ.e. þau eiga að hverfa þegar umferðinni verður hleypt undir brúnna. Annars er ég sammála þessu með umferðarljósin. Af hverju er það þannig á Íslandi að þegar maður keyrir upp á brú, þá lendir maður alltaf á umferðarljósum. Ég hélt að brýr væru til þess að fækka umferðarljósum. Sennilega er plássleysi um að kenna, þ.e. ekki er nóg pláss fyrir stórar slaufur. Dune