Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Er þetta rétt !!

í Hundar fyrir 22 árum
Það er því miður ekki hægt að fara með hvolpa í mjaðammyndatöku :-( Æskilegur aldur til að fá fullgilda niðursstöður úr HD er 12-18 mánaða hjá schafer. Hvolpar eiga alls ekki að fara frá ræktanda nema örmerktir, 1sta bólusetning,ormhreinsaðir og skoðaðir af dýralækni. Er ekki ættbók með þessum hvolpum? Eru foreldrar þessara hvolpa myndur með tilliti til mjaðmalos og olnbogalos? kv.

Re: Dýravinir bara þegar okar dýr eiga í hlut?

í Hundar fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Ég hef aldrei heyrt eins mikla hræsni eins úr þessum svokölluðum dýravinum. Maðurinn er alæta, ekki kjötæta ekki grænmetisæta. Nóg er að horfa í frændur okkar apana til að fá staðfestingu á því. Þetta með langan meltingarveg hefur engan veginn bara með kjötát/grænmetisát. Það hefur miklu meira um það að segja hvort að viðkomandi dýra sé hrææta eða ekki. Hunda t.d. geta lifað á úldnu hræi. Stuttur meltingarvegur gerir það að verkum að hundurinn getur melt það sem hann þarf og skilað hinu áður...

Re: Hip dysplacia

í Hundar fyrir 22 árum, 8 mánuðum
þetta heitir mjaðmalos á Íslensku. Þetta er í mörgum hundategundum og þá sérstaklega stórum hundum. Það er yfirleitt ekki gott að hundur sé orðin slæmur þetta ungur og mjög sjalgæft að þetta komi í ljós fyrr en hundar eru myndaðir ca ársgamlir. Og oft þarf þetta ekki að há hundinum neitt þó hann greinist með alvarlegt mjaðamalos,nema það kemur yfirleitt gigt í þetta líka og það er sársaukafullt fyrir hundinn. Það sem þú verður að passa er að hún sé ekki feit og þung,það er auka álag á...

Re: Dark Age of Camelot (DAoC)

í Spunaspil fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Þeir eru að tala um að ná 2001 jólaösinni. Hins vegar er fullt eftir. Albion er oðrið nokkuð fullgert. Glæsilegur heimur. Þeir eru að búa til dýflísurnar núna. Midgard er nokkurn veginn til. Vantar að gera Jordheim tilbúinn og dýflísur. (plus svona smáatriði eins og gras,/runna) Hibernia er á leiðinni að verða glæsilegt. en er eins og er ekki stórt eins og hinir Realmsarnir. Ég einhvernveginn efast um að þetta verði tilbúið fyrir jól. Og ef það verður tilbúið þá má búast við fullt af pötchum...

Re: Íslenski fjárhundurinn

í Hundar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Það breytir ekki þeirri staðreynd að þú verður að vera viss með 3 ættliði. Eru það ekki reglurnar? BTW. Ég sá út á landi einn fallegasta íslending sem ég hef séð. Upprétt eyru, möndluaugun, skottið. Feld til að slefa yfir. Hrikalega fallegur karlhundur. (plus það að hann gjammaði ekki mikið). Ég spyr eigandan af hverju að þetta eintak fari ekki á sýningar og sé ræktað undan. Hann svaraði mér að þetta væri hálfur Border Collie. Fékk bara svona sterk Íslendinga gen. Ég hef hitt nokkra sem hafa...

Re: Íslenski fjárhundurinn

í Hundar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Barabas, Ég veit ekki betur en að það séu fullt af snögghærðum íslendingum til. Bara svo að þú flækir ekki annað fólk hérna með þessu rugli þá vil ég benda á það að: Ef þú færð ekki ættbók þá er hann EKKI hreinræktaður. Þ.e.a.s. þú getur ekki sannað þrjá ættliði. (Hér geri ég ráð fyrir að foreldrarnir hafi ekki verið ættbókarfærðir) Hvað ertu að tala um að skrá ekki fleiri íslendinga. Ertu þá líka að tala um got undan ættbókarfærðum einstaklingum. Eða ertu enn að tala um ættbókarlausa hunda...

Re: Win2k - íslenska í command prompt.

í Windows fyrir 23 árum, 2 mánuðum
ahh.. fann útúr þessu. Fattaði útfrá mínu eigin svari. Fór í properties fyrir cmd.exe og sá að “Raster fonts” voru það default. Prófaði að breyta yfir í “Lucida Console” og þetta small í gang. Geturu nokkuð athugað fyrir mig hvort að “raster font” á þinni tölvu gefi Íslenska stafi eða ekki? Vil vita hvort að það font sé e-ð böggað hjá mér. Með þökk Duncan

Re: Win2k - íslenska í command prompt.

í Windows fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Málið er að chcp 850 gerir ekkert gagn. Íslenskir stafirnir eru jafn brengllaðir eftirá. Þess vegna datt mér í hug að stafasettið (fontið) væri bara us7ascii. >Í fyrr nefnda rammanum skaltu still á Icelandic undir “Your locale Er svoleiðis. (Gluggaumhverfið er í góðu lagi.) >í ”Input locales" flipan og athugaðu hvort Icelandic sé ekki eina túngumálið sem Það er það.. Samt brenglaðir stafir.. Very pirrandi. Búinn að prófa allan fjandan. Skil ekkert í þessu.

Re: Beta testing á EVE að byrja!

í Eve og Dust fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Ég hef tekið þátt í nokkrum betatestum. Í öllum tilfellum þurfti maður að fá sent skjal með trúnaðarsamningnum, skrifa undir. Faxa eða senda í normal mail. Löggiltir trúnaðarsamningar. Verður að vera 18. Þetta með ábyrgðarmann mundi ekki ganga upp því hluti af samningum er samþykki um hegðun og fleira. Ábyrgðarmaður kannski ber ábyrgð á þér en hann getur ekki skv. lögum skipað þinni hegðun. Duncan

Re: Hvar er að finna sci-fi/fantasy bækur

í Bækur fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Ég rann yfir póstana hér og fór á netið og keypti eftirfarandi bækur. Þær ættu að duga mér í mánuð eða tvo. J.R.R. Tolkien “The Lord of the Rings” - Three Volume Boxed Set [Paperback] 1 on hand –Bókin sem ég átti er orðin 15 ára gömul og frekar lúskruð. Vantar um 60 blaðsíður í miðjuna. Varð að endurnýja. Ákvað að kaupa þessar samkvæmt leiðbeiningum héðan. The Reality Dysfunction [Paperback] 1 on hand The Neutronium Alchemist [Paperback] 1 on hand The Naked God [Paperback] 1 on hand Ender's...

Re: Doddaröfl

í Half-Life fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Punkbuster bindur alt-Q. Þarft að fara í options í PB og velja einhvern annan staf fyrir Q. þá virkar alt-Q fyrir @

Re: hunda-hatarar, need I say more~?

í Hundar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
SBS, Ein snögg spurning. Hvort er það hundinum eða hundaeigandanum að kenna? Það er til fólk sem nota fólksbíla til að meiða eða jafnvel drepa aðrar manneskjur. Ekki sjáum við kvartanir gagnvart framleiðandanum á bílnum, eða bílnum sjálfum. Það er kominn tími til að landinn átti sig á því sem allar aðrar Evróðuþjóðir átti sig á: Hundurinn er tól eigandans, hann hegðar sér eftir uppeldi og þjálfunarmynstri. Af 100 hundum er kannski 1 sem gerir e-ð af sér. Ástæður er nánast alltaf að rekja til...

Re: Prinsessa dauðans

í Dulspeki fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Urban Legend í fullum ljóma. Ein af þeim betri að mínu mati. (góð saga) Skoðið : http://www.snopes2.com/horrors/ghosts/mummy.htm Kveðja Duncan

Re: Tekur þú upp eftir hundin þinn?

í Hundar fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Ég tek til eftir minn (svo lengi að ég sé innan borgarmarka) Fyrir utan bæinn má þetta bara breytast í mold. Hins vegar er mjög algengt að fólk sjái álftarskít eða andarskít og kenni hundum um. Næstum því alveg eins að sjá. Kannski ekki skrítið af hverju fólk kennir hundum um, ekki þýðir að skammast í fugli. Hundaeigendur liggja betur við höggi. Duncan

Re: Lögreglan í Reykjavík farin að nota hunda

í Hundar fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Hæ hæ, Þetta er mjög algengur miskilningur að loðin schafer sé belgískur schafer. Hins vegar er Belgískur schafer(Tervuren) mjög svipaður Collie. Sjáðu mynd af Belgískum schafer: http://www.dogbreedinfo.com/belgiantervueren.htm Ég held að það sé til einn Tervuren á Íslandi, en ekki til ræktunar. Long haired þýskur schafer er hins vegar eins og loðin schafer :) Þetta poppar upp hjá ræktendum og þarf þá móðir og faðir að hafa long-haired genin. Long haired - þýskur schafer:...

Re: Grein sem birtist í Velvakanda, sunnudaginn 24.jún

í Hundar fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Það er eitt sem má hafa í huga. Við erum eina landið sem hefur svona reglur gegn hundum. Ef þið farið út fyrir landsteina í sórborgir s.s. London, Paris, Barcelone, Madrid, Milano etc… Þá sjáið þið hunda í öðruhverju horni. Það eiga allir hunda þar. Borgirnar ótrúlega snyrtilegar og (persónulega finsst mér) gaman að sjá dýralífið. Ísland er á nokkrum “unbelievable laws” á netinu. Þar sem talað er um fáránleg lög sem sett hafa verið í USA og annarstaðar. ,,Hundahald bannað í Raykjavík“ nær...

Re: Lögreglan í Reykjavík farin að nota hunda

í Hundar fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Hæ, Þeir eru hálfbræður, undan sömu tík. Annar er það sem kallast Long-haired og kemur annarslagið hjá ræktendum á schafer. Belgískur schafer (Tauverein) er loðinn en er mjög ólíkur schafer í útliti. Kveðja Duncan

Re: Hvernig þetta byrjaði

í Grafísk hönnun fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Sælir, Ég byrjaði með 300Baud modem sem ég þurfti að endurvíra fyrir Macintosh Plus. BBSar á englandi voru aðaláhugamálið. Stuttu seinna, um 90, kom BBS á vellinum og þegar ég keypti eitt af fyrstu 2400 bauda módemunum var snerpa komin til sögunnar. Byrjaði í ASCII art en fór síðan í aðra hluti. Gagnafrunnsvinnslu, leik mér samt ennþá í myndlist. Mjög góð útrás. Duncan

Re: Hvaða tegund dreymir þig um og afhverju? Listi með

í Hundar fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Gungun, Ekki veit ég hvaða bækur þú hefur lesið (þrátt fyrir að þú hafir lesið flestar) En skv. standard á báðum kynjum (og venju) er Grate dane stærri en greyhound, og um helmingi þyngri. Til samanburðar er greyhound karlhundur um 71-76cm og 29-32kg meðan að Grate Dane karlhundur er um 76-86cm og 54-72kg. Og með Grate Dane, þá eru engin sérstök stærðartakmörk, því stærra því betra. Ég leyfi mér að giska að þú hafir þetta ekki úr öllum hundabókum sem til eru, heldur eigin þekkingu. (Aldrei...

Re: Hitt og þetta

í Hundar fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Bara svona snögg leiðrétting. Geirsnef er á vegum Reykjavíkurborgar ekki HRFÍ. HRFÍ hefur ekkert um Geirsnef að segja, né aðra svona ‘hundaleyfðastaði’. Þetta er félag til að halda utan um hreinræktun á hundum. Það sem vantar hér á Íslandi er félag hundaeigenda. Hreinræktaða eða blendinga. Það gæti staðið fyrir málefnum hundafólks á höfuðborgarsvæðinu (held að hundaeigendur hafi það notalegra í öðrum landshlutum). En þar sem hagsmunur ræktenda og meðlima þessa ræktunarfélag Íslands ber saman...

Re: Hvolpaframleiðsla

í Hundar fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Ég hef skoðað þessa síðu. Hún er mjög góð og gerir gagn til að vekja fólk til umhugsunar á þessu málefni. Allt of margir virðast ekki hugsa út í hvernig farið er með hunda hjá stórræktendum. Það er eins og að vegna þess að manneskjan sé ræktandi þá eigi ekki að líta á undaneldishundanna með tilliti til aðbúnaðar. Skoðið síðuna sem Tzu sýndi og farið svo á http://www.dalsmynni.is/ Þrjár manneskjur, með þrjú ræktunarnöfn (til að dreifa tegundum, lítur betur út), rækta á sama búi. Allir...

Re: Er nauðsínlegt að eiga hund?

í Hundar fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Þetta er alveg ógurlega erfitt og engann veginn hægt að segja að þetta venjist. En fyrir mitt leyti, þá hef ég alltaf fengið mér nýjan hund(/tík) fljótlega eftir. Það hjálpar manni að aðlagast og komast yfir þessa 1-2 mánuði sem maður saknar þeirra mest. Eftir sitja bara góðar minningar. Ég hef átt nokkra hunda yfir tíðinna og stend alveg harður á því að enginn hundur er eins. Maður man alltaf hvern karakter eins og að hann hafi verið hjá manni í gær. Myndir hjálpa líka, alltaf gaman að fara...

Re: Fróðleikur fyrir Duncan

í Hundar fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Hah, Í fyrsta lagi hef ég aldrei hitt jafn mikinn þvaðrara og þig. Þú flengir hleypidómum eins og heilagan sannleika. Í öðru lagi ***Ef þú hefðir nennt að lesa póstinn minn*** sem þú augljóslega gerðir ekki. Ég var að skjóta á þína röksemdarfærslu að hundar eiga að *bara* borða þurrmat. Aldrei talaði ég um að gefa þeim ekki það sama og okkur, þvert á móti var ég að hvetja fólk til að gefa hundunum sínum það sama og það fengi sér. Það er gaman að sjá þig nota sama orðatiltækisem ég notaði á...

Re: Hvað mega hundar borða og hvað mega þeir ekki

í Hundar fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Eitthvað virðist vanta þroskastigið í þessi svör. Hvernig væri að mæta í samfélagstímana í barnaskóla og svara svo. Prófaðu síðan að lesa greinina mína aftur. Þetta með að borða kjöt var vísun í en eina kjaftasöguna. Og ég tek fram að það er það eina sem vantaði í greinina hans “vofs”, ég segi það aldrei. En þú hefðir hins vegar vitað það ef þú hefðir nennt að klára lesa greinina mína í stað þess að fara strax að svara í gelgju æðiskasti. Og ef þú vilt virkilega vita þetta með grænmetið,...

Re: matur hunda

í Hundar fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Voff, Hvaða bækur sem þú ert að lesa, skilaðu þeim og láttu okkur sem lifa á þessari öld í friði með þessu greinilega fávisku bulli.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok