Ég las einhverntímann um athyglisverða hugleiðingu, en hún hljóðar svo: Ef maður skyldi nokkurntímann uppgötva eða komast að tilgangi lífsins, þ.e. hvað það er sem okkar tilvera gengi út á á jörðinni, myndi það í rauninni breyta einhverju? Sko það sem ég meina er að segjum svo að einhver uppgötvaði tilgang lífsins, myndi sú vitneskja virkilega breyta lífi einstaklingsins? Þegar ég pældi aðeins í þessu, þá fannst mér að ef ég hlyti þessa hugljómun og skyldi tilgang lífsins, þá myndi það ekki...